Vertu memm

Keppni

Úrslit í forkeppni – Þessi keppa um titilinn Kokkur ársins 2023

Birting:

þann

F.v. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Gabríel Kristinn Bjarnason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Iðunn Sigurðardóttir, Hugi Rafn Stefánsson og Hinrik Örn Lárusson.

F.v. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2023: Gabríel Kristinn Bjarnason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Iðunn Sigurðardóttir, Hugi Rafn Stefánsson og Hinrik Örn Lárusson.

Forkeppni Kokkur ársins 2023 fór fram í IKEA í dag, fimmtudaginn 30. mars. Níu frábærir keppendur tóku þátt og mjög mjótt var á munum, en fimm keppendur komust áfram sem keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2023.

Úrslitin verða haldin á laugardaginn 1. apríl í Ikea.

Þau sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):

Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant
Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar
Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí
Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar

Veisluþjónusta - Banner

Dómarar í forkeppninni voru:

Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011

Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994

Verðlaun

Til mikils er að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landslins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.

1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.

Fleiri fréttir: Kokkur ársins

Mynd: Rafn H. Ingólfsson

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið