Bocuse d´Or
Sindri keppir í Bocuse d´Or
Bocuse d´Or heimsmeistara keppni einstaklinga í matreiðslu er haldin í Lyon dagana 22-23. janúar.
Sindri fulltrúi Íslands
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon 26 – 27 janúar. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.
Sindri vann keppnina Kokkur Ársins 2023 á Íslandi. Sindri náði 8.sæti í Bocuse d´Or Europe í Þrándheimi í Mars 2024. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Lyon .
Þjálfari Sindra er Sigurjón Bragi Geirsson, Bocuse d´Or keppandi 2023, og aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson.
Sindri er sjötti í eldhúsið
Sindri er sjötti keppandinn í eldhúsið í Lyon, Mándaginn 27. janúar kl.09:00 að staðartíma. Verkefnið er humar, barri, sellerí og sellerírót á silfur fat og svo kynnt fyrir dómurum á disk og kjötfat þar sem aðal hráefnið er dádýr, andalifur og ávaxta meðlæti.
Fiskréttur verður borin á borð fyrir dómnefndina kl. 13:40 og kjötrétturinn kl.14:30 á íslenskum tíma.

F.v. Hinrik Örn Halldórsson aðstoðarmaður Sindra, Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d´Or kandídat, Sigurjón Bragi Geirsson þjálfari og Þráinn Freyr Vigfússon dómari
Hvert þátttöku land á fulltrúa í dómarapanel Bocuse d´Or og mun Þráinn Freyr Vigfússon dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinnipart mánudags 27. janúar munu úrslitin liggja fyrir.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Fjöldi Íslendinga mun fylgja Sindra til Lyon og hvetja hann til dáða!
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum af Bocuse d´Or keppninni.
Myndir: aðsendar

-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita