Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Alvöru kokteila Pop-Up á Akureyri

Birting:

þann

Ýmir Valsson barþjónn

Ýmir Valsson

Hinn hæfileikaríki Ýmir Valsson barþjónn mun bjóða upp á kokteila Pop-Up á vínstofunni Eyju á Akureyri, helgina 30. september og 1. október.

Sjá einnig: Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri

Ýmir hefur starfað sem barþjónn í nokkur ár og nú síðast á Múlabergi. Eftir að hann byrjaði í veitingageiranum þá hefur áhuginn, fókusinn og metnaðurinn alltaf verið á kokteila.

Stíllinn hans Ýmis er fjölbreyttur en mest hefur hann búið til kokteila sem eru ljúffengir og aðgengilegir, gerðir á réttan hátt með góðum hráefnum. Ýmir hefur keppt í fjórum kokteilakeppnum og sigrað tvö ár í röð Rumble in the Jungle keppnina sem einn flottasti kokteilbar í Reykjavík stendur fyrir.

Pop-Upið á Eyju verður létt og skemmtilegt þar sem boðið verður uppá kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Þetta er viðburður setur sannarlega krydd í tilveruna í veitingageiranum á Akureyri!

Mynd: úr einkasafni / Ýmir Valsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið