Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri

Birting:

þann

Eyja Vínstofa & Bistro

Eyja Vínstofa & Bistro

Veitingastaðurinn Eyja við Hafnarstræti 90 á Akureyri, þar sem menningarhúsið Flóra var áður til húsa, hefur skipt staðnum í tvær einingar. Eyja Vínstofa & Bistro sem opnaði fyrr í sumar er í aðalrýminu en systurstaður Eyju er í austursalnum sem hlotið hefur nafnið Mysa. Þar er „nordic cuisine” einkennandi og aðeins 16 sæti í boði hverju sinni.

Eigandi Eyju Vínstofu & Bistro er Einar Hannesson.

Eyja Vínstofa & Bistro

Eins og margir Íslendingar vita, þá er nafnið Mysa gamalt, íslenskt og kröftugt með ríka vísun í norræna matargerð þar sem mysa spilaði stórt hlutverk í geymslu á matvælum og til drykkjargerðar.

Tasting matseðillinn á Mysu kostar 16.900 kr á mann og er nauðsyn að panta með 48 klukkustunda fyrirvara og er ekki tekið á móti pöntunum á vegan mataræði eða mjólkurofnæmi.

Yfirkokkur er Matthew Wickstrom en hann er frá Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Matt starfaði meðal annars á Dill í Reykjavík og vann sig upp á nokkrum af bestu veitingastöðum Portland sem er þekkt í dag sem ein af betri matarborgum vestan hafs. Matthew hefur áhuga á að nota íslenskar matarhefðir í matargerð sinni á nýjan og spennandi hátt og hefur notið leiðsagnar hinnar margrómuðu Nönnu Rögnvaldardóttur í þeirra vegferð.

Myndir: facebook / Eyja Vínstofa & Bistro

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið