Markaðurinn
Stóreldhúsið í Höllinni
Stóreldhúsasýningarnar hafa í gegnum árin orðið helsta mót starfsfólks stóreldhúsageirans og birgja er starfa á því sviði. Fyrsta STÓRELDHÚSIÐ var haldið á Grand Hótel 2005 og síðan þá hafa sýningarnar verið haldnar annað hvert ár (nema í Kóvít) og eflst með hverju árinu.
Að sögn Ólafs sýningarstjóra á STÓRELDHÚSIÐ 2024 stefnir í glæsilega sýningu í haust í Laugardalshöllinni .
“Já þetta verður að vanda glæsileg og fjölbreytt sýning. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð frá birgjum alls staðar að og svo eru nýir aðilar að hafa samband. Mér sýnist að mikil gróska sé á þessu sviði enda stóreldhúsageirinn afar fjölbreyttur. Það er líka sannarlega tilhlökkunarefni fyrir alla sem starfa í geiranum að hittast á einum stað.
Starfsfólk stóreldhúsa og birgjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þeim fjölbreyttu sýningum sem fyrirtæki mitt Ritsýn heldur í Laugardalshöllinni. Skemmtilegur og lifandi geiri.”
STÓRELDHÚSIÐ 2024 hefst fimmtudaginn 31. október og lýkur föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Kæra starfsfólk stóreldhúsageirans nú er um að gera að taka dagana frá!
Velkomin á STÓRELDHÚSIÐ 2024
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2024 [email protected] 698 8150

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun1 dagur síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt1 dagur síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf