Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hafnartorg Gallery opnar formlega – Myndir

Birting:

þann

Hafnartorg Gallery

Hafnartorg Gallery, nýr áfangastaður með áherslu á mat, menningu og verslun hefur opnað dyr sínar við Geirsgötu í Reykjavík með glænýjum verslunum og veitingastöðum í hjarta miðborgarinnar.

Opnunin markar tímamót í uppbyggingu svæðisins milli Lækjartorgs og Hörpu sem senn er að ljúka en ætlunin er að Hafnartorg Gallery verði í lykilhlutverki við að gefa fólki færi á njóta lífsins í miðborginni frá morgni til kvölds allt árið um kring.

Alls eru 11 nýir veitingastaðir og verslanir í Hafnartorgi Gallery; nýjar verslanir Casa, 66°Norður og North Face ásamt veitingastöðunum Akur, Brand, La Trattoria, Neó, Fuego, Kualua, Black Dragon.

Þessir staðir bætast við þá rekstaraðila sem þegar má finna í eldri hluta Hafnartorgs en gert ráð fyrir að fjöldi rekstraraðila á svæðinu verði senn alls um 30 talsins.

Basalt Arkitektar eiga heiðurinn að innanhússhönnun Hafnartorgs Gallery en markmiðið var að skapa opið fjölnota rými sem býr til frjóan jarðveg fyrir margs konar upplifun og lífsgæði. Þannig er ætlunin að Hafnartorg Gallery verði miðpunktur mannlífs í nýju borgarrými; staður til að versla, njóta matar og drykkjar, staldra við á milli erinda í miðborginni og upplifa menningu í tengslum við viðburði.

Hafnartorg Gallery

Opnun Hafnartorgs Gallery markar tímamót í borginni því nú er að ljúka rúmlega áratugslangri uppbyggingu á nýju borgarhverfi milli Lækjartorgs og Hörpu þar sem íbúabyggð, atvinnustarfsemi, almenningsrými, verslun og þjónusta auk ráðstefnuhalds og menningarinnar í Hörpu bætast við miðborgina. Uppbyggingu á svæðinu lýkur síðar á þessu ári þegar framkvæmdum við nýtt hús Landsbankans lýkur.

Aðgengi að Hafnartorgi er eins og best verður á kosið. Undir svæðinu liggur stærsti bílakjallari landsins en hægt er að koma upp úr honum á ýmsum stöðum á Hafnartorgi, þar á meðal upp um rúllustiga beint inn í Hafnartorg Gallery. Þá liggja frábærar hjóla- og gönguleiðir að svæðinu auk þess sem mikilvægar biðstöðvar strætó liggja við Hafnartorg auk Borgarlínu þegar fram líða stundir.

Hafnartorg Gallery

Heimasíða: www.hafnartorggallery.is

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið