Markaðurinn
Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.
Fyrir 4
4 hamborgarar
4 hamborgarabrauð
Salat
Tómatar
Súrar gúrkur
Köld hvítlaukssósa
Goðdala Reykir
Sultaður rauðlaukur:
2 stórir rauðlaukar
1 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
1 msk rauðvínsedik
1 msk balsamikedik
1 tsk sojasósa
Aðferð:
- Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
- Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
- Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Dímon 11: Nýr gastropub opnar á Laugavegi 11
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Humareldi í Noregi – en íslenskar tilraunir runnu út í sandinn
-
Veitingarýni6 dagar síðan
Veitingarýni: „Hugguleg herbergi en matreiðslan stal senunni“ – Fosshótel Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vaka Njálsdóttir tekur við stjórn COLLAB hjá Ölgerðinni
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Núpa
-
Keppni2 dagar síðan
Pizza Popolare meðal fremstu pizzastaða Evrópu 2025 – „Excellent Pizzeria“ annað árið í röð