Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Seldu hágæða Angus nautakjöt í kjötbúðinni í Hótel- og matvælaskólanum – Myndir

Birting:

þann

Fjölbreytt kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á hágæða Angus nautakjöt í kjötbúð skólans nú á dögunum.

Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og seldist allt upp, sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.

„Við buðum upp á tomahawk steikur, ribeye á beini, t-bone, kótelettur og hakk, en hryggurinn og framhryggurinn var verkaður með svokallaðri “dry-aged” aðferð í kæli í um 7 vikur.“

Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í kjötdeild í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is.  Kristján Hallur er einnig meðlimur í Landsliði Kjötiðnaðarmanna og er hægt að lesa fréttir um landsliðið með því að smella hér.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur verka nautakjötið og vöruúrvalið í kjötbúðinni.

Myndir: aðsendar / Kristján Hallur Leifssonc

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið