Vertu memm

Veitingarýni

Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni

Birting:

þann

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:

*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.

Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.

Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.

Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.

Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.

Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.

Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið