Vertu memm

Keppni

Nóg um að vera hjá félögum í Klúbbi matreiðslumeistara í Hell í Noregi

Birting:

þann

F.v. Gabríel Kristinn Bjarnason, Aþena Þöll, Sveinn Steinsson og Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Meðfylgjandi mynd er frá Norðurlanda keppninni árið 2022:
F.v. Gabríel Kristinn Bjarnason, Aþena Þöll, Sveinn Steinsson og Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Sindri Guðbrandur Sigurðsson hafnaði í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna árið 2022.
Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna 2022.
Mynd: Brynja Kr Thorlacius

Það verður nóg um að vera félögum í Klúbbi matreiðslumeistara, en í þessari viku ferðast hátt í tuttugu félagar til Hell í Noregi þar sem keppnirnar um matreiðslumann Norðurlandanna, ungkokk Norðurlandanna og grænkerakokk Norðurlandanna fer fram ásamt þingi Norðurlandasamtakanna.

Í keppninni um matreiðslumann Norðurlandana (Nordic Chef of the Year) keppir Rúnar Pierre Heriveaux en hann vann keppnina um Kokk ársins 2022 og hlaut þannig réttinn til að keppa í Hell. Rúnar var yfirmatreiðsulmaður á hátíðarkvöldverði KM í janúar síðastliðnum. Rúnar starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu ÓX, sem er annar af tveimur stöðum á Íslandi sem hafa hlotið Michelin stjörnu.

Veisluþjónusta - Banner

Guðmundur Halldór Bender keppir í keppninni um ungkokk Norðurlandanna (Nordic Young Chef of the Year) en Guðmundur útskrifaðist frá Hótel og matvælaskóla Íslands nú í maí. Hann var aðstoðarmaður Sigurjóns Braga Geirssonar í Bocuse d´Or keppninni í janúar síðastliðnum. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta ekki fyrsta keppni Guðmundar, en hann var nemi ársins 2021 og í öðru sæti í Norrænu nemakeppninni 2022.

Sjá einnig: Stífar æfingar hjá Andreu fyrir framreiðslukeppni í Helvíti

Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir keppa fyrir okkar hönd í keppninni um grænkerakokk ársins (Nordic Green Chef of the Year).

Bjarki starfar hjá Lux veitingum og er meðlimur í íslenska Kokkalandsliðinu sem mun keppa á Ólympíuleikunum í febrúar 2024. María er aðstoðarmaður hjá Kokkalandsliðinu og er fyrsta árs nemi hjá Lúx veitingum.

Á þinginu verður kosinn nýr forseti Norðurlandasamtakanna og eru tveir frambjóðendur; Marcus Hallgren frá Svíþjóð og undirritaður, Þórir Erlingson.

Á þinginu munu allir heiðursfélagar KM; Ib Wessman, Hilmar B. Jónsson og Lárus Loftsson mæta og verður gaman að hitta þá og ná mynd af þeim saman.

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

Kær Kveðja,
Þórir Erlingsson,
forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið