Vertu memm

Markaðurinn

Ferskir dagar í febrúar – Gísli Matt: „..kominn tími til að fá ferskt lamb mikið lengur..“

Birting:

þann

Fersku íslensku lambakjöti fagnað í febrúar

Eigendur Brákareyjar og bændur í Borgarfirði, f.v. Guðrún Sigurjónsdóttir, Eiríkur Blöndal og kokkurinn Gísli Matthías Auðunsson

Á veitingahúsinu Skál á Hlemmi var slegið upp veislu 22. feb. sl. til að fagna fersku íslensku lambakjöti í febrúar. Á matseðlum á mannamótum um miðjan vetur búast flestir við öðrum og ögn litlausari brag á lambakjöti en ferskvaran býður upp á.  Ekki var þó annað að sjá en ferska lambið frá Brákarey í Borgarnesi mæltist vel fyrir hjá matgæðingum og mörgum af fremstu kokkum landsins.

Íslenskt lambakjöt

Gísli Matthías Auðunsson ásamt starfsfólki á Skál

„Fjölbreytt úrval og val um upprunamerktar afurðir er eitt af því sem ég vinn mikið með, lambakjöt er okkar helsta gæðakjötvara, þess vegna er þetta framtak alveg frábært. Kjötið er svo meyrt, safaríkt og bragðgott, ég vil meina að það sé kominn tími til að fá ferskt lamb mikið lengur en nokkrar vikur á hverju ári og þróa þannig markaðinn með hóflegu framboði.

Fjölbreytileiki og aukin gæði í því hvernig við meðhöndlum hráefnin okkar er það sem við þurfum meira af til að gera íslenskan mat eins góðan og hann getur orðið, og þetta er risastórt skref í þá átt.

Á Skál er núna réttur með ferskum framhrygg „prime“ sem verður í boði á meðan birgðir endast“.

Segir Gísli Matthías Auðunsson kokkur og einn eigenda á Skál.

Fersku íslensku lambakjöti fagnað í febrúar

Lambatartar með estragonkremi

Fersku íslensku lambakjöti fagnað í febrúar

Ferskur lambaframhryggur með reyktu seljurótarmauki og krækiberjasoðgljáa

Markaðsstofan Íslenskt lambakjöt í samstarfi við Brákarey, valdi veitingastaði og sælkeraverslanir til að standa fyrir ferskum dögum. Lambakjöt er hráefni sem landsmenn hafa ekki vanist að geta fengið ferskt um hávetur. Kjötið er sérvalið úr Borgarfirði, upprunamerkt heim á bæ og unnið af alúð í handverksframleiðslunni Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey.

M.a. hafa skrokkarnir hangið í 10 daga, til að meyrni og bragðgæði skili sér til fulls. Ferskt lambakjöt verður í boði á veitingastöðunum Skál, Tides og Óx, og í verslunum Pylsumeistarans, Me & Mu og Ljómalind á meðan birgðir endast.

Íslenskt lambakjöt

Ninja Ómarsdóttir og Hafliði Halldórsson

„Handverksframleiðsla á smáum skala sem nú ryður sér rúms í auknum mæli eins og í Brákarey gefur bændum og neytendum tækifæri til að ná saman um viðskipti á fjölbreyttari máta, stuttar boðleiðir hjálpa þar til. Það er óskastaða að markaður skapist fyrir ferskvöru utan þess ramma sem menn hafa talið hinn eina rétta fyrir lambakjöt.

Með aukinni fjölbreytni í vöruframboði geta bændur þjónustað og stækkað kröfuharðari hluta markaðarins sem er frekar tilbúinn að greiða meira fyrir vöruna, að því gefnu að aukin gæði fylgi og sagan að baki sé sönn“.

Segir Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts.

Íslenskt lambakjöt

Kokkarnir Georg A Halldórsson á Tides og Rúnar Pierre Heriveaux á Óx

Samanburðarrannsóknir Matís hafa staðfest meiri bragðgæði fersks lambs, rýrnun við eldun er einnig allt að 15% minni samanborið við fryst lambakjöt. Íslenskir neytendur eru hins vegar fæstir vanir fersku lambakjöti og er full ástæða til að fræða neytendur um kostina.

Með auknu framboði ferskvöru beint úr héraði og til lengri tíma ársins má þess vænta að fleiri staðsetningar á markaði skapist og í framhaldi aukin verðmæti.

Íslenskt lambakjöt

Kokkarnir Þráinn Freyr Vigfússon og Björn Bragi Bragason

Myndir: Kristinn Magnússon

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið