Vertu memm

Uppskriftir

Alvöru nautafilesteik Béarnaise

Birting:

þann

Alvöru nautafilesteik Béarnaise

Nautakjöt með Béarnaise-sósu svíkur engan frekar en fyrri daginn.

Fyrir 4

Innihald

1 stk. nautafille (hryggvöðvi)
2 greinar garðablóðberg
1 geiri hvítlaukur
15 ml olía
30 g smjör

Bérnaise-sósa

250 ml smjör
2 eggjarauður
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. vatn
2 tsk. Béarnaise bragðefni eða 2 msk. hvítvínsedik eða smá sítrónusafi
Ferskt eða þurrkað fáfnisgras (estragon)
Salt og pipar

Aðferð

Alvöru nautafilesteik Béarnaise

Nautahryggvöðvinn er hreinsaður
af sinum og fitum. Saltið og piprið. Steikin er grilluð vel á báðum hliðum (1–2 mín. á hvorri hlið). Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og látin hvíla í 10 mín.

Veisluþjónusta - Banner

Alvöru nautafilesteik Béarnaise

Hrærið eggjarauður í hrærivél (eða í höndunum)
með Dijon-sinnepi. Færið yfir hita, með vatni í potti, svo gufan hiti upp skálina. Bætið í smjöri í mjórri hægri bunu, þynnið út með vatninu. Bætið í ediki eða bragðefni og kryddið til með fáfnisgrasi, salti og pipar. Passið að sósan hitni ekki of mikið því þá eldast eggjarauðurnar og sósan skilur.

Alvöru nautafilesteik Béarnaise

Skerið í þunnar sneiðar
og stráið salti í sárin. Hryggvöðva þarf að skera þunnt svo hann verði ekki seigur.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið