Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Pétrus í Bláa Lóninu: Lúxusvín sem fáir fá að smakka – Ástþór segir söguna bak við vínið

Birting:

þann

Moss - Vínkjallari

Sérvalið safn vína frá fremstu vínhúsum heims – Moss vínkjallari

David Beckham, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og heimsþekkt stjarna, fagnaði fimmtugsafmæli sínu fyrir nokkru með glæsilegum hætti bæði í Frakklandi og Bretlandi.

Afmælishátíðin hófst með vínsmökkunarferð til hinnar virtu vínekrunnar Château Pétrus í Bordeaux-héraðinu, þar sem Beckham naut sjaldgæfra og dýrra vína í nánum hópi vina. Þar á meðal naut hann hins goðsagnakennda árgangs 1961, sem þykir eitt það merkilegasta vín sem hefur verið framleitt á vínekrunni.

Í kjölfarið hélt fjölskyldan til Parísar þar sem haldin var einkaveisla á veitingastaðnum Chez l’Ami Louis, áður en lokahátíðin fór fram í London með viðstöddum fjölmörgum heimsfrægum gestum, þar á meðal Tom Cruise, Eva Longoria og Guy Ritchie.

Ástþór Sigurvinsson

Ástþór Sigurvinsson, vínþjónn á Michelin-veitingastaðnum Moss, með Pétrus – eitt virtasta vín heims.

Pétrus á Íslandi? Við leituðum svara

Við á Veitingageirinn.is veltum því fyrir okkur hvort hinn víðfrægi vínþyrsti Íslendingur ætti nokkurra kosta völ ef hann vildi smakka eða fjárfesta í þessu fræga Bordeaux-víni.  Til að fá svör leituðum við til Ástþórs Sigurvinssonar, framreiðslumanns og vínráðgjafa á Michelin-veitingastaðnum Moss í Bláa lóninu.

Þar hefur hann starfað í vínkjallara staðarins allt frá því að Retreat hótelið opnaði árið 2018.

„Á síðasta ári náðum við tengingu við Pétrus og höfum við verið að kaupa vín beint frá þeim.  Við ætluðum reyndar að halda sérstakan Pétrus boðskvöldverð í desember í fyrra en því miður varð að aflýsa honum vegna eldgoss.

Við vorum þó búin að fylla öll sæti og fólk var að koma jafn langt að og frá Ástralíu.“

Segir Ástþór í samtali við Veitingageirinn.is.

Moss - Pétrus

Á Michelin-staðnum Moss gefst gestum kostur á að njóta Pétrus – einu virtasta víni heims

Bláa lónið hf. á í formlegu viðskiptasambandi við Pétrus, en vínin eru eingöngu fáanleg í gegnum veitingastaði og hótel fyrirtækisins. Eins og staðan er í dag eru vínin ekki í almennri sölu hérlendis.

„Hótelum og veitingastöðum er ekki heimilt að selja einstaklingum vín út úr húsi.

Við höfum boðið þær flöskur sem við höfum fjárfest í til sölu á hótelunum okkar og veitingastöðum og áformum við að gera það áfram. Allt veltur þó á eftirspurn.“

Útskýrir Ástþór.

Pétrus vín eru þekkt sem svokölluð fjárfestingarvín, sem oft eru keypt til geymslu og endursölu. Ástþór leggur þó áherslu á að framleiðendur vínsins vilji fyrst og fremst að vínin séu neytt og notið – ekki aðeins geymd í vöruhúsum.

„Vín er lifandi vara og hennar ætti að njóta. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að svo megi verða. Eins og sakir standa verður því markmiði best náð með því að bjóða Pétrus til sölu í gegnum veitingastaði okkar og hótel.“

Moss - Pétrus

Pétrus – eitt virtasta og eftirsóttasta rauðvín heims

Hvaða Pétrus er í boði á Moss – og hvað kosta flöskurnar?

Gestir Moss geta nú valið úr úrvali sjaldgæfra ára af þessu víðfræga víni, með eftirfarandi árgangar í boði og verð þeirra á flösku:

Pétrus 2022 – 750.000 kr.

Pétrus 2012 – 1.020.000 kr.

Pétrus 2011 – 850.000 kr.

Pétrus 2009 – 1.495.000 kr.

Pétrus 2006 – 1.055.000 kr.

Pétrus 2004 – 780.000 kr.

Pétrus 2003 – 900.000 kr.

Við hverja flösku fylgir einstök upplifun, og tækifæri til að smakka sama vín og heimsfrægar stjörnur velja sér á stórafmælum – í fáguðu umhverfi Moss, þar sem þjónustan og vínin eru í hæsta gæðaflokki.

Um Ástþór Sigurvinsson

Ástþór lauk námi sem framreiðslumaður frá VOX / Hilton Nordica og hefur síðan þá bætt við sig WSET Level 3 í vín og sterku áfengi, auk þess að hafa lokið Certified Sommelier prófi frá Court of Master Sommeliers. Hann hefur einnig keppt fyrir hönd Íslands á vínkeppnum á öllum Norðurlöndunum og gegnir lykilhlutverki í vínstefnu Moss og Retreat.

Myndir: aðsendar / Moss – Bláa Lónið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið