Vín, drykkir og keppni
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
Kokteilameistarar Tipsý voru með PopUp á Múlabergi nú á dögunum þar sem þeir buðu upp á vinsælustu kokteila Tipsý-barsins.
„Skemmtileg helgi og frábært samstarf með þessum kokteilasnillingum“
Sagði Ingibjörg Bergmann Bragadóttir eigandi Múlaberg í samtali við veitingageirinn.is.
Seldist allt upp
„Alls vorum við með 370 gesti í mat hjá okkur og margir sem komu bara í drykki bæði föstudags -og laugardagskvöld svo ég myndi skjóta á að um 500 manns hafi verið hjá okkur í mat og drykk um helgina.
Gerðum svo marga kokteila um helgina, að það seldist allt upp hjá okkur í lokin á laugardagskvöldinu.“
Sagði Ingibjörg Bergmann.
„Þau Sævar, Andrea og Kría sem komu frá Tipsý voru æðisleg og algjörir fagmenn – það var alveg hægt að gleyma sér í því að fylgjast með þeim og Ými Valssyni, yfirbarþjóninum okkar, töfra fram hvern drykkinn á fætur öðrum um helgina á mettíma.“
Kokteilamenningin á Akureyri blómstar
Hvernig fannst þér upplifun gesta með viðburðinn?
„Gestirnir okkar voru að taka ótrúlega vel í þetta og margir sem komu bara til að fá sér kokteila. Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar.
Þetta var alveg ótrúlega vel heppnað og umfram allt ótrúlega skemmtilegt pop-up! Virkilega gaman að sjá hvað Akureyringar tóku vel í þessa helgi og nýttu sér pop-up ekki bara hjá okkur, heldur líka á LYST og Rub23.
Þetta var svo glæsileg helgi á Akureyri og alltaf svo gaman þegar svona margir fagmenn í bransanum koma saman og skapa svona magnaða upplifun. Þetta gerum við alveg klárlega aftur og oftar vonandi.“
Sagði Ingibjörg að lokum.
Myndir: aðsendar

-
Frétt17 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan