Vertu memm

Uppskriftir

Lax með humar

Birting:

þann

Lax með humar

Innihald:
600g lax
350-400 g skelflettir humarhalar
1 laukur
1-2 hvítlauksrif eftir smekk
200g smjör
salt og pipar
1 1/2 dl hvítvín
300g litlar soðnar kartöflur

Aðferð:
Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gæta vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.

Bætt við meira af smjöri á pönnuna bætið við laxinum og humar sem eru steiktir smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast), saltað aðeins og piprað.

Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir og laukurinn ásamt hvítlauknum, sem saxaður er smátt settur á pönnuna og hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.

Framreiðið með ristuðum kartöflum og grófu brauði

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið