Vertu memm

Keppni

Ísland í 4. sæti – Grétar Matt: „… þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár“

Birting:

þann

Evrópumeistaramót í kokteilagerð í Tírana, Albaníu - Maí 2023 - Grétar Matthíasson

Úrslitin í Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð í Tírana, Albaníu eru kunngjörð. Ísland lenti í 4. sæti en alls tóku 16 lönd þátt í keppninni.

Þau voru Armenía, Finnland, Georgía, Ungverjaland, Ísland, Ítalía, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Pólland, Portúgal, Tyrkland, Sviss, Albanía, Þýskaland, Slóvenía og Búlgaría.

Sjá einnig: Evrópumeistaramótið í kokteilagerð – Grétar Matt: „að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim…“

Þetta telst vera glæstur árangur fyrir Ísland og góð upphitun fyrir heimsmeistaramótið í Róm sem fer fram í nóvember á þessu ári.

Veisluþjónusta - Banner

Keppt var í „Long Drink“ flokki og „flair“ og steig Grétar Matthíasson á stokk fyrir Íslands hönd í því fyrrnefnda með drykkinn sinn Mombay Mandarin.

„Ég er frekar svekktur því að jú, auðvitað vildi ég vinna. En þetta setur meiri eldmóð í það að vinna heimsmeistaratitilinn seinna í ár.“

Segir Grétar.

Hér eru svo heildar úrslitin í „Long Drink“ keppninni:
1. sæti Búlgaría
2. sæti Finnland
3. sæti Portúgal
Besta skreytingin: Svartfjallaland
Bestu faglegu vinnubrögðin: Ungverjaland

Pólland hreppti svo 1. sætið í „flair“ keppninni.

Hægt er að sjá frammistöðu Grétars á Instagram reikningi Barþjónaklúbbs Íslands: @bartendericeland

Mynd: aðsend

Merktu okkur: @veitingageirinn

This error message is only visible to WordPress admins
There has been a problem with your Instagram Feed.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið