Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Glæsilegt opnunarteiti á nýjum veitingastað – Sjáðu myndir af mat og drykk

Birting:

þann

Fröken Reykjavík - Opnunarteiti

Sigurður Sveinmarsson framreiðslumaður og Arnþór Pálsson matreiðslumaður, skemmtu sér vel.

Fröken Reykjavík er nýr og glæsilegur veitingastaður við Lækjargötu 24, en staðurinn opnaði formlega nú á dögunum og að því tilefni var haldið glæsilegt opnunarteiti.

Hönnun staðarins minnir á art deco tímabilið en þar er opið eldhús, kokteil bar, garðskáli og vínherbergi með frábæru úrvali af léttvíni.

Boðið er upp á nútímalega Norð-Evrópska eldamennsku með áherslu á hráefni úr nærumhverfinu.

Yfirkokkur er Ómar Stefánsson.  Ómar lærði fræðin sín í Danmörku hjá meistaranum Erwin Lauterbach eiganda Saison á árunum 2003 til 2007. Hann var meðlimur í kokkalandsliðinu og hefur starfað á flestum betri veitingastöðum Reykjavíkur.

Fröken Reykjavík - Opnunarteiti

Ómar Stefánsson

Með fylgja myndir frá opnunarteitinu, ásamt myndum af kokteilum og réttum staðarins.  Myndir tók ljósmyndarinn Sigurjón Ragnar.

Opnunarteiti – Myndir

Matseðill – Matur og kokteilar – Myndir

Matseðillinn er eftirfarandi:

Forréttir

Fröken Reykjavík Meze
Grillað flatbrauð | Stökkt ostakex með fræum | Reykt skyr með kryddaðri olíu| Hummus með bökuðum hvítlauk | Geitaostakrem með hunangi
3.200 kr

“NOBASHI” RÆKJUR
Sítrónu aioli, brenndir tómatar, kryddjurtasalat, grillað súrdeig
2.600 kr

HÖRPUSKEL
Epli, silungahrogn, yuzu, heslihnetur
2.950 kr

HEITREYKT BLEIKJA
Möndlur, gulrætur, hafþyrnisber, súrmjólk, dill
2.950 kr

LAMBATARTAR
Skessujurt, jarðskokkar, þurrkuð eggjarauða, sýrður laukur, sinnepsfræ
3.100 kr

Rauðrófa
Perur, valhnetur, piparrót

Aðalréttir

Sólkoli
Seljurót, kapers, Dashi Beurre Blanc
4.350 kr

Nautalund
Fennel, gulrót, kóngasveppir, fáfnisgras, soðgljái með sólberjum
6.890 kr

Smjörsteiktur Þorskhnakki
Kartöflur, toppkál, blaðlaukur, blóðberg
4.350 kr

Lambafilet og Lambaskanki
Svartrót elduð í andarfitu, jurtasmjör, ponzu-lambagljái
6.890 kr

Kálfa Ribeye
Reyktar kartöflur, kremaður fennell, nautagljái með svörtum hvítlauk
6.250 kr

Confit Blaðlaukur
Grillað hjartasalat, sýrður laukur, epli, vegan hrogn, kryddjurtasósa
4.290 kr

Veisla að hætti Fröken Reykjavík
3 forréttir til að deila | Bleikja | Lambatartar | Hörpuskel | Nautalund með kóngasveppum, fennel og soðgljái með sólberjum | Omnom súkkulaðimús
10.900 kr per mann

Eftirréttir

Omnom Súkkulaði
Súkkulaðimús, skyrfroða, kerfil-graníta
2.300 kr

Fragilté
Heslihnetubotn, bakaðar plómur, vanilluís, kaffikaramella
2.300 kr

Eplasorbet
Epli, kókos og yuzu-mús, stökkur mulningur
2.100 kr

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið