Vertu memm

Markaðurinn

Eplakaka með stökkum toppi

Birting:

þann

Eplakaka með stökkum toppi

Hér er á ferðinni alvöru eplakaka með öllu. Nóg af eplum, kanil, dúnmjúkum botni og stökkum toppi. Dásamleg volg með vanilluís eða rjóma en líka bara mjög góð stofuheit daginn eftir.

400 gr epli, flysjuð og skorin í bita (3-4 epli)

1 msk hveiti

1 msk sykur

2 tsk kanill

150 gr smjör

250 gr sykur

2 egg

1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

275 gr hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

Ofan á:

100 gr brætt smjör

100 gr sykur

100 gr hveiti

1 tsk kanill

Salt á hnífsoddi

Veisluþjónusta - Banner

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gr með blæstri. Byrjið á að flysja eplin og skera þau í teninga. Setjið eplin í skál og blandið saman við þau 1 msk hveiti, 1 msk sykri og 2 tsk kanil.
  2. Þeytið saman í annarri skál, 150 gr smjöri, 250 gr sykri þar til létt og ljós. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið sýrða rjómanum út í og blandið vel saman.
  3. Pískið eða sigtið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og bætið út í smjör og eggjablönduna. Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið bara þar til allt er rétt komið saman.
  4. Setjið deigið í smurt bökunarform með bökunarpappír í botninum. Dreifið eplabitunum jafnt yfir allt deigið og þrýstið þeim aðeins ofan í deigið.
  5. Hrærið saman í skál með gaffli, brædda smjörinu, sykri, hveiti og smá salti þar til mylsna myndast og dreifið þessu yfir kökuna. Gott að hafa bæði stóra klumpa og mylsnu.
  6. Setjið neðarlega í ofn og bakið í u.þ.b 50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp (gott að athuga eftir 45 mínútur).

Sjá einnig hér.

Eplakaka með stökkum toppi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið