Vertu memm

Markaðurinn

Einstök upplifun gesta í nýrri viðbót Edition hótelsins í Reykjavík – Fagmenn óskast á Tides og veisludeild hótelsins

Birting:

þann

The Reykjavík Edition hótelið við Austurbakka 2

Counter er ný viðbót á veitingastaðnum Tides

Counter er ný viðbót á veitingastaðnum Tides sem staðsettur er á jarðhæð í Reykjavík Edition hótelinu við Austurbakka 2.

Á Counter er sannkölluð matarupplifun þar sem gestir sitja við borð og horfa á eldamennskuna hjá fagmönnum eldhússins, smakka á gæðavínum og er allur matur framreiddur beint á borð gesta af matreiðslumönnum staðarins.

Átta sæti eru í boði við Counter og sjá, Tides matreiðslumenn og Michelin stjörnu matreiðslumaðurinn Gunnari Karl Gíslason, um að bjóða upp á glæsilegan 12 rétta matseðil sem er innblásinn af ástríðu þeirra fyrir fersku staðbundnu hráefni.

The Reykjavík Edition hótelið við Austurbakka 2

Iceberg eða jöklasalat á meðal rétta hjá Tides

Gunnar Karl hefur verið ráðgjafi á The Reykjavík Edition og í sambærilegri stöðu hefur Tom Aikens verið ráðgjafi og Michelin kokkur á Edition hótelsins í Abu Dhabi.  Gunnar er í hópi margra af bestu kokkum heims sem Edition hótelin eru í samstarfi við og má þar nefna Jean-Georges Vongerichten à Miami Edition og Enrique Olvera í Madrid Edition.

„Við erum mjög ánægð með fyrsta árið og sérstaklega áhuga gesta frá USA og Evrópu, sem voru orðin ferðaþyrst í faraldrinum.

Segir Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gengur hefur verið frá opnun.

The Reykjavík Edition hótelið við Austurbakka 2

Hörpuskel afgreidd við Counter

„Við höfum verið að opna nýjar deildir samhliða að öll herbergin voru opnuð fyrir sumarið, og voru margir dagar fullbókaðir yfir hásumarið, sem gefur mikla lyftistöng fyrir veitingastaðina í kring.

Tides hefur verið sérlega vinsæll og fengið góðar viðtökur, við erum að leita að hæfileikaríkum einstaklingum til að koma til liðs við okkur fyrir 2023.

Við höfum opnað núna síðast Sunset, sem er tónleika, DJ staður með list viðburðum.

ROOF opnaði núna í sumar við góðar viðtökur, ROOF  er samastaður fólks sem vill njóta góðra drykkja og smárétta í frábæru útsýni og góðra vina hóp.

Við erum með 2 bari, Tölt kokteill bar og Lobbybar sem er vinsæll fyrir viðburði í Hörpu.

Og Tides café sem býður gestum og nágrönnum upp á ljúffengt kaffi og bakkelsi alla morgna kl 06:00″

Fagmenn óskast á Tides og veisludeild hótelsins

The Reykjavík Edition hótelið við Austurbakka 2

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson

„Já með opnun allra nýrra veitingastaða og hótela eftir faraldurinn, erum við að kveðja nokkra fagmenn sem hafa verið þjálfaðir í opnun hótelsins, af fólki frá Marriott sem kom og hjálpaði okkur í byrjun að ná þessu þjónustustigi.“

Segir Bjarni Gunnar, aðspurður um starfsmannamál eftir Covid tímabilið.

„Stór markhópur heimsækir ísland eftir að The Reykjarvík Edition opnaði, EDITION er vel þekkt meðal fágætisferðamanna, sérstaklega frá Bandaríkjunum og gefur því áfangastaðnum þessa lyftistöng að bjóða 5 stjörnu Hótel og þeim metnaði sem EDITION leggur í matarupplifun sem tengist hverjum áfangastað.  Þetta er frábær reynsla fyrir okkar starfsfólk, og opnar tækifæri til að starfa út um allan heim.

Tveir af okkar fyrrverandi starfsmönnum eru nú að vinna sem stjórnendur á systur Hóteli okkar í London og í stjórnunar stöðum á Íslandi og New York.

Við erum að leita að fagmönnum til að leiða starfsfólk okkar á Tides veitingastaðnum og í veisludeild EDITION á nýju ári og er því tilvalið að hafa samband við mig með fyrirspurnir.“

Segir Bjarni Gunnar en hann er með netfangið: [email protected]

Með fylgir matseðill ásamt vínpörun sem Georg Arnar matreiðslumeistari gerði með Michelu Ajanti, en matseðillinn tekur breytingum eftir hráefni og árstíð hverju sinni.

Fried bread, ramson, pickled carrots

Grilled flat bread, tomatoes, lovage

Choux pastry, foie gras, black currant Cucumber, skyr lemon thyme, caviar

Scallops, clementines, juniper, marigold
Champagne Chavost Blanc de Chardonnay

Monkfish, oyster mushroom, caramelized cream

Pumpkin bread, roasted seaweed butter

Onion broth, egg yolk
Bourgogne Blanc AMI

Reindeer, beets, nobel fir, blackcurrant
Occhipinti Il Frappato

1000-day old cheese from Óðalsostar, figs, nutmeg
Wermut Erborista Vermouth

Goat skyr, green strawberries, kombucha,Thai basil

Sour cream, lemon, miso Sweet bites
Weingut Judith Beck Koreaa

Borðapantanir á Dineout.is.

Hvetjum alla til að fylgjast með Edition á Instagram hér og eins Tides hér.

„Bjóðum kokka velkomna bæði sem gesti og í starfsviðtal hvort við getum fundið samstarf, um að bæta upplifun þessa nýja kúnna hóps sem kýs upplifun í háum gæðaflokki og flotta hönnun í bland við eina bestu þjónustu sem völ er á.“

Segir Bjarni að lokum.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið