Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Yuzu og Zócalo opna formlega

Birting:

þann

Yuzu og Zócalo hafa opnað formlega

Samsett mynd: isavia.is

Tveir nýir veitingastaðir hafa opnað í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvellinum, staðsettir í hjarta Aðalstrætis matarmarkaðar sem er með góð setusvæði.

Yuzu

Vinsæli hamborgarastaðurinn Yuzu hefur opnað formlega, en boðið verður upp á vinsælustu réttina af matseðli þeirra, auk morgunverðar sem verður nýjung á seðlinum og sérstaklega þróað fyrir staðinn þeirra á flugvellinum.

Framboðið á Yuzu er undir áhrifum af austurlenskri matargerð og þróað af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni (Haukur chef), sem er jafnframt einn af eigendum staðarins.

Zócalo

Zócalo er mexíkósk skyndibitakeðja í eigu Einars Arnar Einarssonar, annar stofnandi Serrano á Íslandi. Fyrsti Zócalo staðurinn var opnaður í Svíþjóð árið 2015, en í dag eru þeir orðnir sextán talsins í þremur löndum. Á Zócalo verður boðið upp á ferskan og hollan mexíkóskan mat sem hentar ólíkum þörfum á öllum tímum dagsins.

La Trattoria opnar bráðlega

Hafnartorg Gallery

La Trattoria opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi í ágúst árið 2022
Mynd: hafnartorggallery.is

Brátt opnar einnig veitingastaðurinn La Trattoria á sama svæði, en það er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti, þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan.

Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið