Vertu memm

Keppni

Úrslitakeppni matreiðslu- og framreiðslunema 2017

Birting:

þann

Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík | Harpa is a concert hall and conference centre in Reykjavík, Iceland

Keppnin fer fram í Hörpu

Föstudaginn 22. september fer fram úrslitakeppni nema í matreiðslu og framreiðslu um titilinn framreiðslu og matreiðslunemi ársins 2017. Keppnin fer fram í Hörpu og hefst kl. 12. Sigahæstu nemarnir í keppninni koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Kaupmannahöfn dagana 20 – 21 apríl 2018.

Í matreiðslu keppa:

  • Baldvin Freyr Sigurðsson – Icelandair Marína, meistari Jónas Már Ragnarsson
  • Elmar Ingi Sigurðsson – Radisson SAS Blu, meistari Sigurður Helgason
  • Hinrik Lárusson – Radisson SAS Blu, meistari Sigurður Helgason
  • Michael Pétursson – VOX, meistari Jónas Már Ragnarsson

Verkefni matreiðslunema er að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir níu einstaklinga. Í forrétt er íslenskt haustgrænmeti. Rétturinn má ekki innihalda mjólkurafurðir eða hnetur framreitt er af fati. Í aðalrétt er kjúklingur og risottó ásamt heitri sósu. Aðalréttur er framreiddur af fati og í eftirrétt eru jarðarber, marens og heit sósa. Eftirrétturinn er framreiddur á diskum.

Dómarar í keppninni eru Bjarki Hilmarsson, Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Siguróli og Helmut Müller.

Í framreiðslu keppa.

  • Axel Árni Herbertsson – Bláa lónið, meistari Jakob Már Harðarson
  • Rakel Siva – Radisson Blu Hótel Saga, meistari Lovísa Grétarsdóttir
  • Sandra Óskarsdóttir – Bláa lónið, meistari Andrea Mekkín Júlíusdóttir
  • Sigurður Borgar – Radisson Blu Hótel Saga, meistari Lovísa Grétarsdóttir

Verkefni framreiðslunemanna er eftirfarandi: Skriflegt próf um fagtengd málefni; blöndun áfengra- og óáfengra drykkja; eldsteikingu; fyrirskurð á heilum kjúkling; sérvettubrot; kvöldverðaruppdekkning fyrir fjóra rétti ásamt blómaskreytingu og framreiðsla á fjórum réttum ásamt vínum.

Dómarar eru Trausti Víglundsson, Ólafur Ólafsson, Baldur Sæmundsson, Jón Bjarni og Sigmar Beck Rand.

 

Mynd: úr safni

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið