Vertu memm

Uppskriftir

Ungversk Gúllassúpa

Birting:

þann

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Fyrir 6 persónur

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu.

Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þar til kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram.

Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr einkasafni / Auðunn Sólberg

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið