Vertu memm

Pistlar

Þórir Erlingsson: „Árið hefur að mörgu leiti verið merkilegt….“

Birting:

þann

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

Nú þegar styttist í áramót er gott að líta til baka yfir árið og velta fyrir sér framtíðinni. Árið hefur að mörgu leiti verið merkilegt, Klúbbur Matreiðslumeistara varð fimmtíu ára í febrúar en sökum Covid takmarkana var ekki haldið uppá afmælið fyrr en í september.

Að hugsa þessi fimmtíu ár til baka inná Naustið þegar Ib Wessman ásamt Sverri Þorlákssyni, Stefáni Hjaltested, Hauki Hjaltasyni, Hilmari B. Jónssyni, Karli Finnbogasyni, Kristjáni Sæmundsyni, Braga Ingasyni, Hafsteinni Gilssyni, Jóni Sigurðsyni, Tómasi Guðnasyni, Gústafi Guðmundssyni, Harrý Kjærnested og Páli Ingimarssyni stofnuð KM (sjá hér) held ég að þeir félagar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu mikil áhrif stofnun KM myndi hafa í dag fimmtíu árum seinna. Þessum félögum ásamt öllum þeim sem eftir hafa komið ber að þakka fyrir þeirra starf í þágu KM.  Takk öll.

Að venju var mikið um að vera hjá KM árið 2023, Kokkur ársins var haldin í IKEA þetta árið og hlaut Rúnar Pierre Heriveaux nafnbótina Kokkur ársins 2022 (sjá hér).

Einnig fóru keppendur á vegum KM til Danmerkur og tóku þátt í norðurlandamóti í matreiðslu (sjá hér). Allir okkar keppendur stóðu sig með mikilli prýði en Gabríel Kristinn Bjarnason hlaut nafnbótina Ungkokkur norðurlandana 2022 en í keppninni um Matreiðslumann norðurlandana varð Sindri Guðbrandur Sigurðsson í öðru sæti. Að þessu sinni var keppt í nýrri keppni um Grænmetiskokk Norðurlandana en þar náðu Sveinn Steinsson og Aþena Þöll Gunnarsdóttir öðru sætinu og er þetta besti samanlagði árangur Íslands á norðurlandamóti hingað til.

Veisluþjónusta - Banner

Í lok nóvember fór Kokkalandsliðið til Lúxemborg og keppti á Heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Liðið stóð sig frábærlega lenti í sjötta sæti í heildastigakeppninni með eitt gull og eitt silfur aðeins 1,47 stigum frá öðru sætinu (sjá hér). Það var alveg frábært að fylgjast með þessum hóp, samvinnan, samstaðan og metnaðurinn skein svo í gegn að eftir var tekið að öðrum þjóðum.

Á árinu 2023 liggja líka fyrir okkur spennandi verkefni, Hátíðarkvöldverður KM verður haldin nú 7. janúar á Hilton hótel Nordica í fyrsta skipti síðan 2020.  Kokkur ársins verður haldin í IKEA í byrjun apríl og svo munum við taka þátt í Norðurlandmóti og Norðurlandaþingi í Hell í Noregi í byrjun júní.

Undirbúningur fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Stuttgart í ársbyrjun 2024 mun einnig lita starf ársins 2023.

Félagsfundir voru nokkrir á árinu og var mæting mjög góð nú á haustmánuðum (sjá hér), fundir verða mánaðarlega árið 2023 fyrir utan sumarmánuðina þar sem við tökum okkur frí. Ég hvet félaga til að vera duglega að mæta á fundi. Að hitta gamla og nýja félaga með saman áhugamál er alltaf skemmtilegt.

Kæru lesendur ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið