Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þetta er klárlega eftirminnileg veisla á frekar óvenjulegum stað

Birting:

þann

Vellir í Svarfaðardal - Lífvænt, beint frá Völlum

Nú á dögunum var haldin vegleg veisla á frekar óvenjulegum stað, þ.e. í Bræðraskemmunni sem áður var hlaða á Völlum í Svarfaðardal. Það var Bjarni Óskarsson sem sá um að elda fyrir gesti. Bjarni bauð upp á Paellu með krækling, kjúklinga leggi og vængi, tígrisrækju, lauk, papriku, baunir, ólífur, olíu, saffran (til að fá paellu litinn), gott soð þá bæði úr kjúklinga og skelfisk, hvítvín, hrísgrjón og kryddjurtir.

Með þessu var borið fram blandað salat, ólífur, ætiþyrslar og fjólum, ásamt nýbökuðu brauði og aioli.

Vellir í Svarfaðardal - Lífvænt, beint frá Völlum

Hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, eigendur Nings, reka lífrænan búskap og ræktun á jörð sinni að Völlum í Svarfaðardal. Þar eru ræktaðar ýmsar lífrænar jurtir, ávexti, grænmeti og margt fleira.

„Höfum mikið verið að taka veislur í gömlu hlöðunni, erum þá að bjóða grillveislur, paellu eða máltíð í skál sem er matarmikil gúllassúpa eða fiskisúpu, einnig er mikið um snittur ofl út úr húsi. Það er þokkaleg aðsókn í salinn.“

Sagði Bjarni í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um veislurnar í Bræðraskemmunni.

Vellir í Svarfaðardal - Lífvænt, beint frá Völlum - Bjarni Óskarsson

Bjarni Óskarsson

„Það er allt að fara á fullt á Völlum, búið að reykja 12 teg af ostum, bleikju, lax og gæs, verið að pakka reyktu smjöri, gera sultur og ýmislegt annað, erum farin að selja ís og erum að byrja með súkkulaði. Núna eigum við álku egg og álku, stutt í að jarðarberin verði klár, og svo hindberin ofl úr gróðurhúsunum, það er alltaf eithvað nýtt og spennandi í gangi.“

Sagði Bjarni að lokum.

Með fylgja myndir frá Paellu veislunni sem að Anthony Servonet tók.

Google kort – Vellir í Svarfaðardal

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið