Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

TACO BY NIGHT á Bergsson

Birting:

þann

Bergsson - TACO BY NIGHT

Fyrir stuttu heyrði ég að veitingastaðurinn Bergsson í Templarasundi, sem er vel þekktur fyrir frábæran morgunverð, væri nú farinn að bjóða upp á spennandi taco öll kvöld.

Veitingastaðurinn Bergsson er eins og áður sagði í Templarasundi eða nánar til tekið í kjallaranum rétt hinumegin við nafntogaðasta bar ársins 2019, ef einhver man þá eftir honum í dag.  Áður var Við Tjörnina á efri hæðinni.

Bergsson - TACO BY NIGHT

Staðurinn var opnaður 2012 og hefur alla tíð haft gott orð á sér fyrir fjölbreyttan og vandaðan mat úr úrvals hráefni. Bergsson hefur ávallt lagt sig fram við að bjóða upp á mat fyrir þá sem eru ekki neitt sérstaklega fyrir kjöt.

Morgunmaturinn hefir verið mjög vinsæll hjá þeim, en hann er afgreiddur frá klukkan 07:00 til 11:00 en um helgar er hann í boði allan daginn og þá sem bröns.  Hádegisverðurinn er síðan opinn frá klukkan 11:00 til 16:00.

Bergsson - TACO BY NIGHT

TACO BY NIGHT er spennandi viðbót sem hefst klukkan 17:00 og stendur til 22:00.  Á taco seðlinum er boðið upp á margar tegundir af Taco en einnig er boðið upp á úrval af hliðarréttum ásamt girnilegu meðlæti, nasli auk salats.

Allir réttir á Taco seðlinum eiga rætur að rekja til Mexíkó, en gaman er fyrir hópa að droppa við og prófa mismunandi útgáfur og ljúka síðan máltíðinni með spennandi eftirréttum úr „villta vestrinu“.

Bergsson - TACO BY NIGHT

Þegar mig bar að garði þá voru stúlkurnar í óða önn að skipta yfir í Taco by Night, að hengja upp skrautlega fána og annað krúttlegt skraut ásamt því að skreyta salinn. Gestir voru að týnast inn og fannst mér góð stemming að myndast.

Vinsælt

Ég spjallaði aðeins við þjónustustúlkurnar sem sögðu mér að kvöldin eru alltaf að verða vinsælli og að sum kvöld væri orðið meira eða minna fullt.

Bergsson - TACO BY NIGHT

Bergsson - TACO BY NIGHT

Fyrirkomulagið er einfalt og fljótlegt en ég pantaði mér taco af seðlinum og annað sem mig langaði í sem síðan kom eftir stutta stund snyrtilega framreitt, ekkert vandamál og var afburða gott. Aðrar leiðir eru í boði eins og að panta tilboðspakka og þá annað hvort fylgir bjór eða Margarita með.

Ég stoppaði frekar stutt en hefði vel geta hugsað mér að vera lengur í góðra vinahóp. Ég mæli eindregið með að þið rennið við á Bergsson og prófið matinn og ég veit að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum og ekki skemmir að verði er stillt í hóf.

Lifið heil.

Facebook: Bergsson mathús

Heimasíða: www.bergsson.net

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið