Markaðurinn
Sumarleg formkaka – Sítrónu og bláberja formkaka
200 g sykur
börkur af einni sítrónu
120 g smjör, brætt
2 egg
½ tsk salt
2 tsk lyftiduft
200 g hveiti
1 dl grísk jógúrt
1 tsk vanilludropar
2 msk sítrónusafi
2,5 dl bláber
Glassúr
2 dl flórsykur
2-3 msk sítrónusafi
Aðferð:
Stillið ofn á 180°c. Setjið sykur í hrærivélarskál og rífið sítrónubörkinn saman við. Nuddið honum létt saman við sykurinn með fingrum. Bræðið þá smjör og blandið saman við sykurinn, hrærið í 3-5 mín saman þangað til að blandan er orðin ljós. Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel.
Bætið þá salt, lyftidufti og hveiti saman við og hrærið. Þá er grísku jógúrtinni, vanilludropum og sítrónusafa bætt við og hrært saman.
Setjið bláberin í skál með smá hveiti og blandið saman með skeið þangað til að berin eru hjúpuð hveiti og bætið þeim saman við deigið og hrærið þeim saman með sleikju.
Setjið bökunarpappír í formkökuform og hellið deiginu í formið. Sléttið úr að því að ofan og setjið inn í ofn og bakið í 55-60 mín.
Gott er að stinga prjón eða hníf í kökuna og þegar prjóninn kemur hreinn út er kakan klár.
Blandið saman flórsykri og sítrónusafa og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað lítillega.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Dímon 11: Nýr gastropub opnar á Laugavegi 11
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Humareldi í Noregi – en íslenskar tilraunir runnu út í sandinn
-
Veitingarýni6 dagar síðan
Veitingarýni: „Hugguleg herbergi en matreiðslan stal senunni“ – Fosshótel Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vaka Njálsdóttir tekur við stjórn COLLAB hjá Ölgerðinni
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Núpa
-
Keppni2 dagar síðan
Pizza Popolare meðal fremstu pizzastaða Evrópu 2025 – „Excellent Pizzeria“ annað árið í röð