Vín, drykkir og keppni
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
Síðastliðið þriðjudagskvöld fór fram líflegt Pílumót veitingafólks á veitingastaðnum Oche í Kringlunni. Mótið, sem var skipulagt af Mekka Wines & Spirits, var vel heppnað og voru um 80 starfsmenn veitingastaða sem komu saman til að keppa um titilinn Pílumeistarinn 2025.
Keppt var í liðakeppni, þar sem hver starfsmaður veitingastaðarins lagði sitt af mörkum með framúrskarandi liðsanda og einbeittum skotum. Sigurlið kvöldsins stóð upp úr með ótrúlegri frammistöðu, og úrslitin urðu eftirfarandi:
1. sæti – Bullseye Badboys: Sveinn Skorri og Gísli Veltan
2. sæti – Lux Veitingar: Hinrik Örn og Ingimundur
3. sæti – Kokteilstofa Kormáks & Skjaldar: Anton Leví og Björn Óskar
Þeir sem mættu tóku undir að mótið væri frábær vettvangur fyrir starfsfólk veitingageirans til að hittast, efla tengslanetið og skemmta sér í leiðinni.
Myndirnar, sem Ómar Vilhelmsson tók, fanga stemninguna, keppnisandann og gleðina sem einkenndu kvöldið.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur