Markaðurinn
Ómótstæðileg ostakaka með karamellukurli
Ostakökurnar frá MS hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og er því einkar gaman að segja frá því að nú höfum við sett á markað spennandi sérútgáfu sem aðeins verður á markaði í takmarkaðan tíma. Ostakaka með karamellukurli er nýjasta nýtt í vörulínunni en þar mætir nýr og bragðmikill kexbotn silkimjúkri og ómótstæðilegri ostakökufyllingu með karamellukurli.
Ostakaka með karamellukurli smellpassar í saumaklúbbinn, matarboðið eða sem tækifærisgjöf og þeyttur rjómi til hliðar setur eins og svo oft punktinn yfir i-ið. Ekki flækja hlutina þegar þú þarft þess ekki og veldu þér einfaldan og bragðgóðan eftirrétt þegar þú vilt gera vel við þig og þína.
Það skemmir ekki fyrir að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og karamellusósu og uppskrift að einni slíkri er að finna hér fyrir neðan:
Karamellusósa
60 g smjör
110 g púðursykur
5 msk. rjómi frá Gott í matinn
Bræðið smjörið við lágan hita.
Bætið púðursykrinum og rjómanum útí og hrærið á miðlungshita þar til sykurinn leysist upp.
Hækkið hitann örlítið undir lokin og leyfið blöndunni að malla í 1-2 mínútur og hrærið í allan þann tíma.
Leyfið sósunni að kólna svolítið og þykkna áður en þið setjið hana yfir kökuna.

-
Veitingarýni1 dagur síðan
Veitingarýni: Matreiðsla og menning á Gamla Bauk á Húsavík
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Vilt þú taka þátt með Hinriki Erni í Bocuse d’Or 2027?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri fyrir reyndan framreiðslumann – Vaktstjórastaða í hjarta borgarinnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Starbucks mætt á Laugaveginn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veislumatur landnámsaldar vann til verðlauna á Gourmand Awards – sigraði í flokki norrænnar matargerðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
René Redzepi flytur til Los Angeles: „Hvað gerist þegar draumar, náttúra og hráefni mætast í borg þar sem allt virðist mögulegt?“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Grillveisla í miðbænum? Já takk!
-
Frétt5 dagar síðan
Gourmand-verðlaunin til fagtímarits sem Íslendingur stýrir með ástríðu