Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Mikill metnaður á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Birting:

þann

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Sigurjón Bragi Geirsson

Sex keppendur taka þátt í keppni í matreiðslu að þessu sinni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fer í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars.  Þeir bjóða upp á bleikju og hörpuskel í forrétt, lambahrygg og -skanka í aðalrétt og þurfa svo að búa til eftirrétt sem inniheldur hvítt súkkulaði, mango purré og ólífuolíu í eftirrétt.

Þar hafa keppendurnir svolítið frjálsar hendur að öðru leyti.

Sjá einnig: Nöfn allra keppenda í veitingageiranum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni

Veisluþjónusta - Banner

„Hér eru tveir keppendur í matreiðslu að útbúa eftirrétt. Þeir eru búnir að skila af sér forrétti og aðalrétti í dag. Þetta eru sem sagt síðustu skilin.“

Segir Sigurjón Bragi Geirsson í samtali við matvis.is í gær sem fjallar nánar um keppnina hér.

Ásamt því að sjá um keppnina dæmir Sigurjón eldhúsið (vinnubrögð, tímasetningar, útlit réttanna og hreinlæti) en honum til halds og traust eru tveir smakkdómarar.

Íslandsmótið heldur áfram og verður keppt í dag og á morgun.  Verðlaunaafhending fer fram um klukkan 14:00 á morgun laugardaginn 18. mars.

Mynd: matvis.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið