Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Mikil ánægja hjá bæjarbúum með flutning Torgsins á Siglufirði

Birting:

þann

Mikil ánægja hjá bæjarbúum með flutning Torgsins á Siglufirði

F.v. Jimmy Wallster, Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir, Daníel Pétur Baldursson og Bjarni Rúnar Bequette.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Eins og greint var frá á sunnudaginn s.l., þá stendur veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði í flutningum. Staðurinn flytur í gula húsið við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa og opnar Torgið formlega á hinum nýja stað á morgun 1. júní.

Þar með sameinast Torgið, veitingastaðurinn Sunna á Sigló Hóteli og Rauðka.  Rekstraraðilar veitingadeildar á Siglufirði eru hjónin Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, hjónin Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir og hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Magnúsdóttir.

Opnunartími Torgsins verður nær óbreyttur og verður opið allt árið í kring líkt og verið hefur.

Í hádeginu verður hlaðborð áfram í boði, enda vinsælt hjá Siglfirðingum og verður opið frá klukkan 12 til 15.

Lokað verður yfir daginn frá klukkan 15 til 17 alla virka daga, en opið verður á kvöldin frá klukkan 17 til 21.

Um helgar verður opið frá klukkan 12 til 22.

Rauðka opnar formlega 1. júní og opnunartími í sumar verður frá klukkan 12 til 21 alla daga.  Matseðillinn á Rauðku er girnilegur og ættaður frá Ítalíu. Þar má sjá nauta carpaccio, Rauðku pizzurnar frægu með t.d. Prosciutto, ferskum mozzarella, mascarpone, vegan pizzu svo fátt eitt sé nefnt og ekki má gleyma Ítalska eftirréttinum Tiramisu sem allir ættu nú að þekkja.

Allir starfsmenn Torgsins flytja með yfir í nýja húsnæðið.

Bæjarbúar eru greinilega hæstánægðir með breytinguna miðað við ummæli á samfélagsmiðlum:

„Svo spennandi, til hamingju öll, hlakka til að koma á nýja staðinn“

„Geggjað til hamingju elskurnar, þetta verður geggjað hjá ykkur“

„Innilega til lukku, rúllið þessu upp eins og öllu öðru. Hlakka til að mæta til ykkar við höfnina“

„Takk fyrir allt yndislegu þið á Torginu, spennandi að koma í gula húsið til ykkar“

„Til hamingju elsku vinir og gangi ykkur allt í haginn, ég veit að það verður ekki verri matur í Gula húsinu en á Torginu.“

„Takk fyrir frábæran mat og þjónustu á Torginu í Aðalgötunni. Hlakka til að koma til ykkar á nýja staðinn.“

„Verður ekki örugglega hægt að fá „Siglfirðing“ á nýja staðnum?“

Engar meirháttar áherslubreytingar verða á matseðli Torgsins, pizzurnar verða á sínum stað og þar á meðal pizzan Siglfirðingur sem og hamborgarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Þó má sjá nokkra nýja rétti á matseðli Torgins, en þeir eru:

Mikil ánægja hjá bæjarbúum með flutning Torgsins á Siglufirði

Sætafjöldi Torgins mun fjölga aðeins. Á gamla staðnum voru sæti fyrir 50 manns, en á þeim nýja eru sæti fyrir 65 manns. Að auki verður boðið upp á setustofu á annarri hæð Torgsins.

Lifandi viðburðir verða í allt sumar að hætti Torgsins og einnig eru gildandi gjafabréf enn í gildi.

Matarmyndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Auglýsingapláss

Taggaðu okkur á IG

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið