Vertu memm

Markaðurinn

Hægeldaðir lambaskankar – Tvær uppskriftir

Birting:

þann

Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Hráefni

Kjötið

  • 2 lambaskankar
  • 3 msk hveiti
  • 1 msk Salt
  • 1 tsk svartur pipar
  • 3 msk smjör
  • 1 rauðlaukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 4 stk gulrætur
  • 3 msk þurrkað rósmarín (eða 3 rósmarínstiklar)
  • 1 msk Salt
  • 2 msk pipar
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 2 dl vatn

Stillið ofn á 170°C. Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Setjið lambaskankanna í pokann og hristið þar til bitarnir eru þaknir hveitinu. Þurrkið af mest allt hveitið og brúnið kjötið, hitið smjör á pönnuog brúnið kjötið. Skerið rauðlauk og gulrætur niður í bita og hvítlaukinn í helming. Setjið grænmetið og kjötið í eldfast mót með loki ásamt salti, pipar, rósmarín, tómötum og vatni. Eldið í 3 og hálfan tíma og berið fram með kartöflu- og blómkálsmús.

Kartöflu- og blómkálsmús

  • 2 stórar kartöflur
  • 1/2 blómkálshaus
  • 3 msk rjómaostur
  • salt og pipar

Skrælið og skerið kartöflurnar niður í bita. Sjóðið í potti og skerið blómkálið niður í bita. Bætið blómkálinu við pottinn þegar rúmlega 5 mínútur eru eftir af suðunni. Sigtið vatnið frá og stappið saman með rjómaosti. Kryddið með salti og pipar.


Hægeldaðir lambaskankar - Uppskrift

Bóndadagsskankar

Hráefni

  • u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
  • u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
  • 4 stk. lambaskankar
  • 3-4 msk. ólífuolía
  • 3 rauðlaukar, afhýddir og skornir í tvennt
  • 2 rósmaríngreinar
  • 3 tímíangreinar
  • 200 g sveppir, skornir gróflega
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  • 15 g smjör, ósaltað

Hitið ofn í 150°C. Setjið salt og pipar yfir lambaskankana, látið í eldfast mót ásamt rauðlauk og kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu. Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar. Berið lambaskankana fram með bakaða rauðlauknum, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.

Rauðvínssósa

  • 2 skarlottulaukur
  • 1-2 msk olía
  • 2 1/2 dl rauðvín eða krækiberjasaft
  • 2 rósmaríngreinar
  • 2 tímíangreinar
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð eða lambasoð
  • 1-2 msk smjör
  • Sjávarsalt
  • svartur pipar

Skerið skarlottulaukinn smátt og steikið upp úr olíu í 3-4 mínútur. Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming. Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming og sigtið svo frá kryddið og laukinn. Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.

Uppskriftir frá www.icelandiclamb.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið