Keppni
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
Madeira er vettvangur Heimsmeistaramótsins í kokteilagerð frá 31. október til 3. nóvember í hinni fallegu borg Funchal.
Þetta virðulega mót, sem er haldið af Alþjóðasambandi barþjóna (IBA), er styrkt af Portúgalska barþjónasambandinu, með sérstakri aðstoð frá Madeira Barþjónaklúbbnum, ferðaþjónustu og borgarstjórn Funchal.
Savoy Palace Hotel verður aðalvöllur mótsins og munu þar safnast saman barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum.
Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku.
Íslenski hópurinn sem samanstendur af 14 manns mætti á þessa fögru eyju á þriðjudaginn og hefst keppnin á föstudagsmorguninn.
Sjá einnig: Grétar stefnir á heimsmeistaratitil í Madeira
Þar keppir íslenski fulltrúinn Grétar Matthíasson með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill” og hefst keppnin klukkan 10 að íslenskum tíma, hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Facebook síðu Barþjónaklúbbs Íslands.
Grétar er matreiðslu-, og framreiðslumeistari að mennt, en hann byrjaði fyrst fyrir alvöru að hrista kokteila árið 2016 þegar hann keppti í fyrsta sinn á Íslandsmeistaramóti barþjóna.
„Keppnin er freyðivíns kokteill sem Ísland er að keppa í og drykkurinn minn heitir The volvo en hann er tileinkaður frænda mínum Þránni sem var einnig mikið í barþjónaklúbbnum og keppti t.a.m. árið 1986 á heimsmeistaramóti barþjóna, en hann lést fyrr á þessu ári.“
Sagði Grétar.
„Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag.
Í fyrra komst ég í 15 manna úrslit og ég ætla mér að komast þangað einnig í ár og síðan upp í 3ja manna úrslit og vinna að sjálfsögðu keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir ísland.“
Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni.
Við hvetjum sem flesta til þess að fylgjast með keppninni á miðlum klúbbsins, bæði á Instagram og Facebook.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni5 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt