Vertu memm

Keppni

Denis Grbic er Kokkur ársins 2016

Birting:

þann

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

Frá verðlaunaafhendingunni.
F.v. Hafsteinn Ólafasson (2. sæti), Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Denis Grbic (1. sæti), Björn Bragi forseti Klúbbs Matreiðslumeistara og Ari Þór Gunnarsson (3. sæti).
Mynd af facebook síðunni: Grillið á Hótel Sögu

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

Kokkur ársins 2016 – Denis Grbic

Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2016 í Hörpunni, en keppnin hófst klukkan 15:00 og lauk í kvöld klukkan 21:20. Það var síðan um klukkan 23:30 í kvöld sem að Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar-og viðskiptaráðherra krýndi sigurvegara keppninnar sem hlaut titilinn Kokkur ársins 2016.

Þeir 5 keppendur sem kepptu til úrslita í dag voru:

  • Ari Þór Gunnarsson
  • Axel Björn Clausen Matias
  • Denis Grbic
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Sigurjón Bragi Geirsson

Það var Denis Grbic starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður á Nasa. Í þriðja sæti var Ari Þór Gunnarsson matreiðslumaður á Fiskifélaginu.

Fyrirkomulagið á keppninni Kokkur ársins sem áður hét Matreiðslumaður ársins var að faglærðir matreiðslumenn sendu í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þótti lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.

Kokkur ársins 2016 - Denis Grbic

F.v. Hafsteinn Ólafasson, Denis Grbic og Ari Þór Gunnarsson

Þessir 10 matreiðslumenn sem valdir voru áfram í keppninni, elduðu réttinn sinn fyrir dómnefnd 8. febrúar s.l. í Kolabrautinni. Það voru síðan 5 sterkustu keppendurnir sem komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin var í dag í Hörpunni. Í úrslitakeppninni var leyndarkörfu (Mistery basket) fyrirkomulagið og í forrétt var skylda að nota Löngu, humar, og söl. Í aðalrétt lambahrygg og lambasíðu. Í eftirrétt Omnom súkkulaði, grænt epli og lakkrís. Að auki völdu keppendur eigið grænmeti, mjólkurvörur og þurrvörur.

Fimm keppendur komnir í úrslit - Kokkur ársins 2016

Þessir fimm kepptu til úrslita
F.v. Denis Grbic, Ari Þór Gunnarsson, Axel Björn Clausen Matias, Hafsteinn Ólafsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Ljósmynd: Eiríkur Ingi Helgason

Skemmtileg nýjung var í keppninni þar sem stofnaður var hópur sigurvegara keppninnar frá upphafi, en hópurinn fylgdi keppninni úr hlaði og tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd.  Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi.

Samhliða keppninnar var haldin glæsilegur kvöldverður þar sem Kokkalandsliðið sá um að matreiða fjögurra rétta gómsæta máltíð sem borin var fram með ljúffengu víni og voru um 200 matargestir sem mættu.  Eftir kvöldverðinn var haldið bransapartý af bestu gerð.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.

Nýr og glæsilegur verðlaunagripur fyrir Kokk ársins

Nýr og glæsilegur verðlaunagripur fyrir Kokk ársins var afhentur sigurvegara keppninnar í kvöld. Gripurinn er íslensk hönnun frá hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni-HAFstudio og unninn úr íslensku stuðlabergi, sandsteini og furu.

Vegleg verðlaun voru veitt:

1. sæti 250.000 þúsund krónur
2. sæti 75.000 þúsund krónur
3. sæti 50.000 þúsund krónur

Auk peningaverðlauna og bikar þá hlýtur sigurvegarinn Denis að launum þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppninni „Nordic Chef Of The Year“ sem fram fer í mars næstkomandi í Herning Danmörku.

Myndir og vídeó af keppninni væntanlegt síðar.

Innilega til hamingju

Myndir af facebook síðunni: Kokkur ársins

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið