Vertu memm

Food & fun

Þessir kokkar verða á matarhátíðinni Food and Fun 2023

Birting:

þann

Matarhátíðin Food & Fun 2023

Matarhátíðin Food & Fun hófst formlega í gær og stendur yfir til 4. mars næstkomandi.  Hátíðin er haldin í 20. skipti og hefur vakið athygli um heim allan fyrir skemmtilegt og spennandi samstarf íslenskra veitingastaða með erlendum gestakokkum þar sem íslensk hráefni og gæði eru í hávegum höfð.

Food & Fun matseðillinn á öllum veitingastöðunum kostar 11.900 kr. á mann án vínpörunar.

Amandine Chaignot – EIRIKSSON BRASSERIE

Amandine Chaignot

Amandine Chaignot

EIRIKSSON BRASSERIE leggur áherslu á evrópska matargerðarstíl þar sem sérstök áhersla er lögð á ítalska matargerð. Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði.

Amandine Chaignot er sannkölluð drottning í franskri matarmenningu. Matur var stór partur í uppeldi hennar þar sem ávalt var lögð áhersla á að fjölskyldan settist niður við stórt viðarborð og snæddi saman, og matarástin því orðin sterk frá unga aldri. Þó ýmis önnur störf hafi heillað unga Amadine fann hún köllun sína eins og svo margir aðrir í eldhúsinu.

Eftir að hafa lokið námi við hinn virta Ferrandi matreiðsluskóla, starfaði Amandine undir mörgum þekktustu meisturum franskrar matargerðar og í matargerð hennar má greina þessi áhrif frá m.a. Mark Singer, Alain Ducass, Jean Francois Piege, Yannick Alleno, og Eric Frechon. Allar þessar goðsagnir skildu eitthvað eftir sig sem Amandine tók svo og þróaði áfram í sinn einstaka stíl sem hún þróar stöðugt enn þann dag í dag.

Matreiðslu Amandine er oft erfitt að lýsa, þó rætur hennar séu án efa sannarlega í Frakklandi. Réttir hennar bera oft keim af hvatvísi hennar og einlægni, en taka mið af hvaða umhverfi hún er í hverju sinni. Eitt sem breytist hinsvegar aldrei er hversu mikið hún gefur af sér í hvern einasta rétt sem hún ber fram, sem eru ávallt gerðir með mikilli ást.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kiwi, rósakál, piparrót og bleikjuhrogn

Klausturbleikja, pera, hnúðkál og dill

Lambahryggur, ferskar kryddjurtir, ansjósur, kartöflu „ragout“ og ferskar trufflur

Mjúkur Mascarpone ostur, vanilla og kaffi

Mikael Mihailov – Mathús Garðabæjar

Mikael Mihailov

Mikael Mihailov

Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn veitingastaður sem býður upp á vandaðan mat, sem matreiddur er úr fyrsta flokks hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Á daginn er boðið uppá fisk, kjötmeti og súpu dagsins sérvalið eftir því hvað er ferskast hverju sinni ásamt hefðbundnum matseðli.

Mikael Mihailov, oft kallaður Miska af þeim sem þekkja hann, er matreiðslumeistari frá Finnlandi með alþjóðlegan bakgrunn. Með reynslu í farteskinu frá heimsþekktum veitingastöðum líkt og Eleven Madison Park í New York hefur Miska þróað sinn einstaka stíl og er nú yfirkokkur yfir tilraunaeldhúsi PNM Gourmet í Helsinki. Hann er þekktur fyrir að blanda saman brögðum víðs vegar að úr heiminum og ber matreiðsla hans keim af sígildri franskri matargerð ásamt nýstárlegum hughrifum frá bæði Asíu og Mexíkó. Miska hefur þó nokkrum sinnum tekið þátt í Food and Art Festival í Finnlandi og tvisvar sinnum verið keppandi í S. Pellegrino ungkokkakeppninni. Að lokum er vert að nefna að Miska er ómissandi fyrir alla þá sem elska kavíar, en hann er sérlegur sendiherra fyrir Petrossian kavíar.

Food & Fun 2023 matseðill:

Hola Oyster
Rock oyster, served w/ sangrita, söl seaweed & mezcal mist

Caviar & Gold
Served w/pequin chile & nordic kombu infused flan, Petrossian Daurenki Caviar & Gold

Nordic wasabi ”taco” (Homage to Chef Sasu Laukkonen)
Served w/ Icelandic cod aguachile, cod skin chicharron, wasabi leaf emulsion & salsa macha

Lamb BBQ & deep mole
Grilled Icelandic lamb loin, served with butternut squash ,onion, deep mole & Oaxacan chicatana ants

Memories from Yucatan
Valrhona Manjari ganache, mango sherbet, black currant Mezcal sauce & meringue of mango and mexican sun-dried heirloom hibiscus

Claus Henriksen – Fröken Reykjavík

Claus Henriksen

Claus Henriksen

Fröken Reykjavík, er staðsettur í Lækjargötu 12, er ný og spennandi viðbót í hina Reykvísku veitingastaðasenu. Lögð er áhersla á skandinavíska matargerð þar sem fersk, íslensk hráefni eru í aðalhlutverki.

Claus Henriksen sló eftirminnilega í gegn sem gestakokkur Dill í Norræna Húsinu á Food & Fun árið 2009. Claus hefur á sinn einstaka hátt náð að fullkomna tæknina við að sameina hefðbundna matreiðslu með framúrstefnulegu bragði, og hafa veitingastaðir undir hans stjórn dregið til sína fjölda viðurkenninga í gegnum tíðina. Hans nýjasta og núverandi verkefni er veitingastaðurinn MOTA í útjaðri Kaupmannahafnar, en sá staður fékk hina eftirsóttu Michelin stjörnu árið 2022 eftir að hafa einungis opnað 8 mánuðum áður. Nýverið var MOTA valinn veitingastaður ársins í Danmörku af hinu virta danska tímariti “Den Danske Spiseguide”. Verður hann okkar gestakokkur á Food & Fun 2023.

Food & Fun 2023 matseðill:

Lystauki:

Hörpuskel, sýrður blómkálsþari

Kremuð krabbasúpa

Forréttur:

Þorskur, jarðskokkar, reykt þorskhrogn

Aðalréttur:

Tindaskata, gerjuð seljurót, kóngasveppur

Eftirréttur:

Bakað hvítt súkkulaði, andafita, epla og ostrukrap, sjókarmella

Nokuthula (Nokx) Majozi – Hnoss

Nokuthula (Nokx) Majozi

Nokuthula (Nokx) Majozi

Hnoss er nýr spennandi veitingastaður staðsettur á 1. hæð í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Áhersla er lögð á ferskan og bragðgóðan mat og faglega þjónustu. Við erum stolt af árstíðarbundnu matseðlunum okkar sem hafa upp á nóg af grænmetisréttum að bjóða sem og ferskan íslenskan fisk og kjöt.

Nokuthula (Nokx) Majozi er sannkölluð stjarna á uppleið í veitingabransanum, og fékk það nýverið staðfest þegar hún var nefnd “Rising Star in the UK” af einum virtasta matarblaðamanni Bretlands. Nú til dags er Nokx yfir hinu rómaða “Pie Room” á hinum virta veitingastað Holborn Dining Room á Rosewood hótelinu í London.

Nokx ólst upp norðan af KwaZulu-Natal í Suður Afríku, og erfði ást sína á matseld að miklu leyti frá föður sínum sem kenndi henni listina af því að blanda saman mismunandi brögðum og leyfa sköpunargáfunni að ráða för í eldamennsku. Þrátt fyrir að hafa upprunalega ætlað að reyna fyrir sér sem næringarfræðingur, fann Nokx fyrir sinni sönnu köllun í eldhúsinu.

Með yfir áratugs reynslu í mörgum af flottustu eldhúsum London, lá leið hennar inn á Holborn Dining Room, þar sem hún naut leiðsagnar hins mikla meistara Calum Franklin. Í dag hefur hún fyllt í fótspor Calum og sinnir nú yfirkokksstöðu á “Pie Room”, þar sem hún setur sinn einstaka blæ á hvern einasta disk.

Food & Fun 2023 matseðill:

Scotch egg” með skessujurtar tartar sósu, sýrðu sellerí og kapers

Sjávarréttabaka með leturhumar, hörpuskel og rækjum, sölva-smjörsósu og Feyki 24+

Lamba Wellington með blóðbergi, grilluðu Vallanes grænmeti og rauðvínssósu

Klístruð döðlukaka með birki- og hvannarkaramellu og vanilluís

Athugið að matseðillinn inniheldur glútein, egg, fisk, kjöt og laktósa.

Victor Planas – Fiskmarkaðurinn

Victor Planas

Victor Planas

Fiskmarkaðurinn opnaði árið 2007 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Leitast er við að bjóða gestum hágæða afurðir úr fersku íslensku hráefni, í bland við kraftmikið og hlýlegt andrúmsloft, enda hefur Fiskmarkaðurinn notið mikilla vinsælda allt frá opnun. Vel er fylgst með stefnum og straumum í matreiðslu og höfum við í raun aldrei verið betri en akkúrat núna!

Victor Planas gæti verið mörgum sólarþyrstum Íslendingur kunnugur, en hann er yfirkokkur og einn eigenda á einum besta veitingastað Tenerife, Kensei Contemporary Japanese á Hotel Bahía del Duque. Á Kensei fá gestir að njóta sérfræðikunnáttu Victor á japanskri matargerð í bland við sköpunargáfu innblásinni úr nærumhverfinu. Victor leggur mikla áherslu á að nota eingöngu besta hráefni sem völ er á þegar kemur að því að skapa rétti sem heiðra bæði hefðbundna og nýstárlega japanska matreiðslu.

Food & Fun 2023 matseðill:

Hrísgrjónakökur
Með laxa tartar, yuzu kosho Hollandaise sósu og steiktu eggi

Hörpuskel og japanskir sveppir
Soðið í krydduðu brúnuðu smjöri og sojasósu

Blandað sushi:
Túnfiskur með kavíar
Bleikju tataki og foie gras
Hörpuskel og ígulker nigiri
Poppkorn panko kóngarækju uramaki

Robatayaki miso marineraður lax

Lambaskanki með balsamic teriyaki sósu og nípumauki

Sígildir Okinawa kleinuhringir, súkkulaði og jarðaber.

Veisluþjónusta - Banner

Jesse Miller – Duck & Rose

Jesse Miller

Jesse Miller

Duck & Rose er veitingastaður staðsettur á flottasta horni Reykjavíkur, við Austurvöll. Við einblínum á létta og heiðarlega matargerð, með áhrifum frá Ítalíu. Á barnum er áherslan lögð á nýja og spennandi kokteila og í vínum er rósavín og rósakampavín í hávegum haft.

Jesse Miller er yfirkokkur á nýopnaða veitingastaðnum Pennyroyal Station í Mt. Ranier hverfi Washington D.C. Bakgrunnur hans er í listageiranum þar sem hann var á góðri leið að verða atvinnulistmálari þegar ástríðan á mat og lífið í eldhúsinu dró hann til sín. Síðan þá hefur listamaðurinn í honum fengið útrás í eldhúsinu þar sem hann var m.a. á bakvið hinn geysivinsæla veitingastað Bar Pilar í Washington D.C. Matreiðsla Jesse á Bar Pilar sækir innblástur frá nærliggjandi sveitum og birgjum með áherslu á ferska, árstíða- og staðbundna vöru. Réttirnir eru einfaldir en jafnframt ævintýralegir og breytast í takt við framboðið hverju sinni, sem er einmitt hluti af ævintýrinu.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kjúklinga parfait & stökkt kjúklingaskinn
Kjúklingalifrar mús með stökku kjúklingaskinni & sýrðum skarlotlauk á brioche brauði

Stracciatella & Bottarga
Stracciatella með bottarga, ferskjum, marineruðum tómat, myntu & fennel salsa verde ásamt súrdeigsbrauði.

Cacio e Pepe & trufflur
Cacio e Pepe með svörtum trufflum & fennel salsiccia pylsu

Kálfa ribeye & beinmergur
Kálfa ribeye, beinmergur, kremaðir sveppir & swiss chard

Ólifu olíu kaka & kardimommu ís
Ólífu olíu kaka með kardimommuís, marineruðum & þurrkuðum jarðaberjum og pistasíu kexi

Jesper Krabbe – Brút

Jesper Krabbe

Jesper Krabbe

Brút er afslappaður háklassa veitingastaður staðsettur í einni af sögufrægustu byggingum miðborgarinnar. Matseðillinn er fyrst og fremst byggður upp af fiski og öðru sjávarfangi úr hafinu í kringum okkur, matseðill sem breytist eftir árstíðum og hvað náttúran býður upp á hvort sem það er úr fisk, -kjöt, eða grænmeti. Eldhúsið leiðir Ragnar Eiríksson sem fyrstur íslendinga var verðlaunaður með Michelin stjörnu. Meðeigandi Ragnars er Ólafur Örn Ólafsson vínþjónn, sjónvarps, – og veitingamaður til margra ára.

Jesper Krabbe er góðkunningi Food & Fun hátíðarinnar en þetta er þriðja sinn sem hann tekur þátt. Hann kom tvisvar sem aðstoðarkokkur Paul Cunningham af Henne Kirkeby Krå, og einu sinni á eigin vegum og stóð uppi sem Food & Fun kokkur ársins þá. Matseldin hans Jespers er létt og nútímaleg, þar sem einfaldleikinn ræður för, og mikið er lagt upp úr gæðahráefni úr nærumhverfi og kraftmiklum bragðsamsetningum

Food and Fun matseðillinn á Brút er samstarfsverkefni Jespers og Ragnars yfikokks á Brút sem er ekki síður þekktur fyrir skilning á bragðsamsetningum og hágæðahráefni úr okkar nærumhverfi.

Jesper Krabbe er frá bænum Lemvig á vesturströnd danmerkur og þessvegna á náttúran og hafið sérstakan stað í hjarta hans. Eftir stuttan feril sem atvinnumaður í ballskák, flutti hann til Osló og hóf störf í eldhúsinu á Hotel Holmenkollen. Þar fæddist ástríða hanns fyrir eldamennsku og hann fór að læra kokkinn. Árið 2006 sneri hann aftur til danmerkur og hóf störf á The Paul, veitingastað Paul Cunningham í Tivoli í Kaupmannahöfn. Þega The Paul lokaði fór hann á Henne Kirkeby Kro með Paul og var aðstoðaryfirkokkur þar í 5 ár. Henne fékk tær Michelin stjörnur undir hans stjórn.

Eftir það hefur Jesper fundið rætur sínar að nýju og skín ást hans á náttúrunni í gegn í hanns nýjasta verkefni. Jesper er ekki bara kokkur, þvi hann er líka áhugaljósmyndari og sjómaður og náttúruunnandinn Jesper skín í gegn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Food & Fun 2023 matseðill:

Dip: Hörpuskel, brúnað smjör og gerjaður hvítlaukur

Grafinn Karfi, Hindberja vinagrett og sjávargras

Steiktur hlýri, kavíar smjörsósa, vatnakarsi

Skötuselur, Kimchi, brennd sítróna ásamt kartöflumús með kryddjurta smjöri

Food ´n fun eftirréttur Gulla Arnars.

Matteo Cameli – Apotek Restaurant

Matteo Cameli

Matteo Cameli

Apotek Restaurant er “causal/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Á staðnum er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Matteo Cameli er eins ítalskur og þeir gerast. Í smábænum Portico di Romagna, rekur hann, ásamt fjölskyldu sinni, veitingastaðinn Al Vecchio Convento þar sem höfuðáhersla er á klassíska ítalska matargerð og hráefni úr nærumhverfinu. Eftir að hafa unnið á nokkrum af bestu veitingastöðum Skandinavíu, m.a. Noma og Frantzén, sneri Matteo aftur á heimaslóðirnar með nýstárlegar aðferðir og tækni sem blandar saman því besta úr ítalskri matargerð og innblástri frá Michelin stjörnu eldhúsunum sem hann starfaði á. Árla morgna eru allar líkur á að maður finni Matteo djúpt inn í skógum Emilia Romagna á truffluveiðum ásamt hundunum sínum.

Food & Fun 2023 matseðill:

Kýr tartare
Kjöt af 6 ára gamalli mjólkurkú „dry aged“ í 35 daga, parmesan krem, „aged“ balsamik, svartar trufflur

Túnfiskur
Hot XO-sósa, grasker, hrogn

Andabringa
Í espresso og límónusósu, jarðskokkar, ber

Fyllt tagliatelle
Þorskur, aspas, pecorino-sósa

Grillað dádýrafille
Rossini-sósa, gerjaður hafþyrnir, brokkólíní

Parmesan-ís
Jarðaberja-rommsósa, espresso, vanilluolía

Josh Katz – Sumac Grill + Drinks

Josh Katz

Josh Katz

Þráinn Freyr Vigfússon hefur hannað hrjúfan og fágaðan matseðil með sterkum innblæstri frá seiðandi stemningu Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Marokkó. Óspillt ferskt hráefni úr íslenskri náttúru matreitt undir áhrifum Miðausturlanda. Brögð einkennast af eldgrilluðum réttum, fjarrænum og framandi kryddum.

Josh Katz er yfirkokkur og eigandi veitingastaðanna Berber & Q Grill House, Shawarma Bar og Carmel í London ásamt því að hafa gefið út tvær matreiðslubækur. Áður en hann opnaði Berber & Q árið 2015 starfaði Josh á nokkrum af bestu veitingastöðum London, m.a. Galvin Bistrot de Luxe, og Ottolenghi, áður en hann var gerður að yfirkokk á Made in Camden árið 2010. Undir stjórn Josh náði veitingastaðurinn í fjölda viðurkenninga og hæstu einkanna frá helstu miðlum Bretlands, ásamt því að fá hið eftirsótta Bib Gourmand frá Michelin Guide.

Bækurnar hans, Josh Katz’s Berber & Q; The Cookbook og Berber & Q; On Vegetables, hafa selst í fjölda eintaka víðsvegar um heim.

Food & Fun 2023 matseðill:

Grillað flatbrauð
Kúrbíts tzatziki + reyktar möndlur
Baba ghanoush + granatepli + furuhnetur

Skarkola tartar
tabbouleh + sítróna + avókadó dressing

Rauðbeður & gulbeður
þeyttur feta + pistasíu dukkah

Lamba Merguez
cannellini baunir + zhoug

Grillaður kjúklingur með urfa-pipar
granatepla schmaltz sósa + piklað radicchio salat

Carlito’s grænmetis spjót
ras el hanout + tahini

Súkkulaði tahini mús
labneh krem

Diego Muñoz – Tides

Diego Muñoz

Diego Muñoz

TIDES er veitingastaður staðsettur á EDISON hótelinu í góðum höndum Michelin matreiðslumeistarans Gunnars Karls Gíslasonar. Staðbundin og ferskustu matvælin eru í fyrirrúmi þar sem áhersla er lögð á ferskt íslenskt sjávarfang en ásamt kjötvörum og grænmeti sem eldað er yfir opnum eldi.

Diego Muñoz er einn af mest spennandi matreiðslumeisturum Latín Ameríku og hefur komið víða við á sínum ferli. Diego hefur ávallt lagt mikla áherslu á að vera skapandi í sinni matargerð, ásamt því að nýta sem mest þau einstöku hráefni sem finnast í nærumhverfinu hverju sinni. Diego er sannur sendiherra Perúvískar og Latín amerískrar matargerðar og hefur tekið virkan þátt í að koma þeirri matargerð á heimskortið.

Food & Fun 2023 matseðill:

Appetizer
Burnt carrots, squid ink, macadamia, cocoa

First Course
Grilled Icelandic scallops, coriander chalaca, cauliflower

Second Course
King Oyster mushroom anticucho, potato cream, spicy herbs

Main Course
Lamb loin seco, sugar snaps, purple potatoes and coriander

Dessert
Peruvian chocolate 2 temperatures

Matthew North – Héðinn Kitchen & Bar

Matthew North

Matthew North

Héðinn Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í 101 Reykjavík, þar sem áður fyrr var stálsmiðjan Héðinn að Seljavegi 2. Í framlínu staðarins ber fyrsta að nefna Karl Viggó Vigfússon og Elías Guðmundsson en þeir hafa báðir komið mikið við sögu í veitingabransanum, ásamt því að vera æskuvinir. Matseðillinn er spennandi en yfirvegaður og byggir á gæðum umfram magn sem kemur til með að nota besta hráefni hvers tíma.

Matthew North er yfirkokkur og heilinn á bakvið hinn vinsæla veitingastað Hyde í miðborg Osló. Hyde fann sér samastað í húsnæði sem áður fyrr hýsti hinn sögufræga Pjoltergeist, en það má að vissu leyti segja að Hyde hafi runnið undan rifjum forrennara síns. Matthew vann einmitt lengi vel á Pjoltergeist undir leiðsögn Atla Más Yngvasonar, en þar fínpússaði hann hæfileika sína í eldhúsinu og í dag ber matreiðsla hans mikinn keim af umami, salti, fitu og kryddum sem dansa saman við háværa tónlistina á Hyde og skilja gesti eftir uppnumda og hungraða í meir.

Árið 2022 hreppti Hyde sína fyrstu Michelin stjörnu og undir handleiðslu Matthew má reikna fastlega með fleiri viðurkenningum á næstu árum.

Food & Fun 2023 matseðill:

Hörpuskel, söltuð næpa, sítruskoshu, hörpuskelshrogn og græn kardimommusósa.

Pomme Anna, harðfiskur, nautafita, reykt græn piparkorn.

Þorskur, kremað rósmarín, sólblómafræ og wasabi lauf, lárviðarlauf og kóríanderfræ sósa.

Grillað lambakjöt, grillað hvítkál, lambafitu salsa verde, svartar kardimommur.

Lime lauf og skyr sorbet, lime lauf olía, langur pipar, karamellað hvítt súkkulaði.

Josh Angus – La Primavera

Josh Angus

Josh Angus

La Primavera er ítalskur veitingastaður í Hörpu. Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.

Josh Angus er yfirkokkur á hinum margverðlaunaða einnar Michelin stjörnu veitingastað Hide í London. Uppalin í Sheffield, hefur Josh komið víða við á sínum ferli og unnið undir nokkrum bestu matreiðslumeisturum Bretlands. Af þeim má helst nefna, Le Manoir aux Quat’Saisons (2*) undir Raymond Blanc, Elystan Street (1*) undir Phil Howard, og nú á Hide undir Ollie Dabbous.

Ást Josh á ferðalögum og eldamennsku hefur fært honum hver ævintýrið á fætur öðru víðs vegar um heim allan. Á einum tímapunkti starfaði hann undir hinum virta matreiðslumeistara Shane Osborne í Hong Kong, og síðar meir í stöðu einkakokks bandaríska sendiherrans þar sem hann eldaði fyrir fjöldan allan af stórstjörnum og mikilmennum.

Undanfarin ár hefur Josh verið yfir eldhúsinu á Michelin stjörnu staðnum Hide þar sem hann fer fyrir teymi yfir 50 matreiðslumanna, sem elda ofan í allt að 400 gesti dag hvern.

Food & Fun 2023 matseðill:

Nautatartar & reykt dressing.

Graskers tortellini, parmesanseyði & sýrðar kantarellur.

Eldbökuð bleikja á sedrusvið, skessujurtar- og kræklingasósa.

Lambahryggur reyktur yfir einiberjum, lauk mauk, grillaður aspas og bjarnarlauks kapers.

Brennivíns baba með rabarbara & rósum, skyr Chantilly.

Danny Mena – Tres Locos

Danny Mena

Danny Mena

Tres Locos er skemmtilegur mexíkóskur veitingastaður þar sem andrúmsloftið er líflegt og hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað. Við erum tryllt í taco, tostadas, fajitas, quesadillas og allskonar mexíkóskt gúmmelaði. Við elskum margaritur og suðræna kokteila og á seðlinum okkar finnur þú klikkað úrval af Tequila og Mezcal, yfir 50 tegundir. Trylltu bragðlaukana þína á Tres Locos.

Danny Mena er rómaður mexíkóskur matreiðslumaður búsettur í New York. Hann er einna þekktastur fyrir ósvikna og hefðbundna mexíkóska matargerð á veitingastöðum sínum Hecho en Dumbo og nú síðast á La Loncheria og Conejo, Eftir að hafa starfað á þekktu veitingastöðunum Blue Hill og The Modern, opnaði hann Hecho en Dumbo árið 2007 í Brooklyn.

Food & Fun 2023 matseðill:

Smálúðu ceviche
með kasjúhnetu-aguachile

Ferskt „hoja santa”
fyllt með íslenskum osti í tígrísrækjusósu

Reykt silunga tostada
með macha-sósu og jarðskokkaflögum

Lamb barbacoa taco
Hægelduð lambaöxl með borracha-sósu

Andabringa
með chicatana maura-sósu, chipotle criollo og kremuðum kartöflum

Eftirréttur
Mexíkósk súkkulaðkaka með vanillu sabayon

Bókaðu borð

Dineout, í samstarfi við Food & Fun, sérhannaði viðburðasíðu sérstaklega fyrir hátíðina þar sem hægt er að bóka borð og margt fleira, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella hér.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið