Starfsmannavelta
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
Ítalski Michelin veitingastaðurinn, sem var staðsettur í Hyatt Regency hótelinu í London, hefur á þessum árum laðað að sér fræga einstaklinga eins og Kate Winslet, Brad Pitt og Madonnu svo fátt eitt sé nefnt.
Matreiðslumeistarinn Giorgio Locatelli opnaði staðinn með eiginkonu sinni árið 2002, og árið eftir fékk hann Michelin-stjörnu.
Í færslu á Instagram sögðu Locatelli-hjónin:
„Það er með þungu hjarta að tilkynna, vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, þá höfum við nú lokað varanlega. Við munum sakna allra viðskiptavina okkar, margir þeirra eru orðnir vinir okkar. En þegar einar dyr lokast, opnast aðrar, svo fylgist með samfélagsmiðlum okkar fyrir uppfærslur um nýja verkefnið okkar.
Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir viðskiptin á síðustu 23 árum.“
Locanda Locatelli var hannað af David Collins og árið 2014 fór fram endurbætur á staðnum að andvirði einnar milljón punda.
Á matseðlinum voru meðal annars réttir eins og humarlinguine, pappardelle, cicerchia-súpa og margt fleira.
Myndir: Instagram / Locanda Locatelli
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann