Vertu memm

Keppni

Kíkt á bak við tjöldin með Bjarna á Norðurlandakeppnunum í Finnlandi – Vídeó

Birting:

þann

Norðurlandakeppni í Finnlandi 2017

Denis Grbic keppir hér um titilinn; Matreiðslumaður Norðurlanda

Norðurlandaþing matreiðslumanna í borginni Lahti í Finnlandi var haldin dagana 8. til 11. júní s.l. Fjölmargar keppnir voru haldnar á þinginu, en þar kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum.

Því miður komst Ísland ekki á verðlaunapall þetta árið en þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Þorsteinn Geir Kristinsson sem keppti í Ungliðakeppni Norðurlanda, Leó Pálsson en hann keppti í Framreiðslumaður Norðurlanda og Denis Grbic sem keppti í Matreiðslumaður Norðurlanda.

Bjarni Gunnar Kristinsson var fulltrúi Íslands á Norðurlandaþingi matreiðslumanna. Bjarni var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti að auki sá hann um Snapchat veitingageirans, en til gamans getið þá var Bjarni sæmdur Cordon Rouge orðu NKF (samtök norrænna matreiðslumanna), sem er æðsta orða samtakanna.

Vídeó

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið