Vertu memm

Uppskriftir

Innbakaðar kjúklingabringur

Birting:

þann

Innbakaðar kjúklingabringur

Innbakaðar kjúklingabringur

Marinering fyrir kjúklinginn
4 stk kjúklingabringur
5 stk hvítlauksgeirar maukaðir
½ tsk salt
½ tsk provance krydd
½ tsk karrý
1 tsk sítrónupipar
4 msk olía

Aðferð
Kjúklingabringurnar snyrtar, hvítlauknum, olíunni og kryddi blandað saman og kjúklingabringunum velt upp úr.  Ofn stilltur á 150°c og kjúklingurinn eldaður í ca 30 mín því næst tekinn og kældur í ca 20 mínútur.

Sósan
2 msk olía
80 gr blaðlaukur skorinn í teninga
1 ½ tsk karrý
½ tsk pipar
½ tsk sítrónu pipar
½ tsk salt
6 stk hvítlauksgeirar
3 dl rjómi
1 epli skorið í teninga
Kjúklinga soð af pönnu

Aðferð
Olían sett á pönnu og laukurinn látinn mýkjast, kryddinu bætt úti og blandað saman ásamt hvítlauk og eplum, sósan látin sjóða aðeins niður og maukuð. Síðan er sósan aðeins kæld niður.

Hrísgrjónin soðin og kæld niður með vatni og sett í sigti, smjördeiginu rúllað út og grjónin sett ofan á og sósan yfir og því næst kjúklingabringunum raðað ofan á svo er deigið tekið saman smá vatn sett á brúnirnar til að líma saman svo er deiginu snúið við ofan á ofnskúffu með smjörpappír.

Ofninn hitaður í 220°c, deigið penslað með hrærðu eggi og mjólk og bakað í ca 20 mín eða þar til deigið er fallega brúnað. Borið fram með góðu salati verði ykkur að góðu.

Einnig er hægt að nota lax, bleikju, ýsu eða annan fisk endilega prófa sig áfram.

Instagram: eddikokkur

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið