Markaðurinn
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
Við viljum þakka öllum þeim sem komu við á básnum okkar á Stóreldhús 2024 sýningunni. Það þema sem einkenndi básinn okkar í ár voru hátíðarnar sem eru á næsta leyti, en á sýningunni vorum við með bæði smakk af jólasíldinni og jólabjór. Það var gaman að sjá hversu góðar viðtökur nýja jólasíldin okkar fékk á sýningunni en síldin kemur frá loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði sem er síðan sett í jólalög sem að sölufulltrúar okkar hafa lagt mikla vinnu í að fullkomna.
Á sýningunni lögðum við einnig áherslu á að kynna kaffiþjónustuna okkar, en við erum stöðugt að bæta við flottum vélum og lausnum fyrir kaffistofurnar og fyrirtæki. Við vorum einnig með sölufulltrúa frá ferskvörunni sem voru að kynna þær lausnir sem við erum með í boði þar.
Á sýningunni var boðið upp á jólabjórinn frá Ölvisholt brewery. Jólabjórinn er fullkominn blanda af maltríkum og jólakrydduðum bragðtónum sem kitla bragðlaukana og vekja upp jólastemmninguna. Hann passar fullkomlega með jólamáltíðinni eða á notalegum kvöldum við arininn.
Jóla Klassík
Hátíðlegt góðgæti sem sameinar jólasmákökur og mjúka karamellutóna með smávegis negul og stjörnuanís. Þessi klassíski jólabjór gefur þér bragðríkt jólaknús og er fullkominn yfir hátíðarnar.
Jóla Lite
Léttur og mildur jólabjór með frískandi mandarínukarakter. Fullkominn fyrir þau sem vilja léttari bjór með jólalegum mandarínukeim. Njóttu gleði jólanna í hverjum sopa.
Við vorum einnig með í boði fyrir gesti og gangandi dásamlega humarsúpu með sjávaréttablöndu þar sem aðal áherslan var á kraftana frá Oscar. Vörurnar frá Oscar eru hjá mörgum ómissandi yfir hátíðarnar þar sem að kraftarnir spila oft stórt hlutverk í súpu- og sósugerð. Oscar premium vörulínan er t.d með fiski-, kjúklinga- og djökkan kálfakjötskraft. Þetta er maukgljái sem hendar fullkomlega sem grunnur eða bragðauki fyrir allt sem þú eldar,
Takk enn og aftur fyrir komuna á básinn okkar og ekki hika við að hafa samband.
Fyrir frekari upplýsingar þá mælum við með að heyra í söludeildinni okkar í síma 530-4000 eða senda tölvupóst á [email protected]. Svo er auðvitað alltaf opið á vefversluninni okkar www.verslun.innnes.is !
Við hvetjum ykkur einnig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum @innnesehf en þar erum við reglulega að deila nýjungum og allskonar fróðleik um vörurnar okkar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð villibráðarveisla á Nielsen – Sólveig: veislan gekk mjög vel og bara almenn ánægja með villibráðina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sænsku síldarkokkarnir fóru á kostum á Siglufirði – Anita: Þeir Ted og Joakim töfruðu fram síldarrétti sem eru okkur Íslendingum flestum framandi – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólaopnun í Expert – Taktu borðbúnaðinn á næsta stig fyrir jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hágæða upprunavottuð krydd
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Frábær hugmynd að jólagjöf