Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gamla góða klassíkin er jú alltaf best – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar

Nú fyrir stuttu sá veisluþjónusta Önnu Konditorí og Lárusar Loftssonar um fermingarveislu og má með sanni segja að þar réð gamla góða klassíkin ferðinni.

Boðið var upp á roastbeef með steiktum lauk og remúlaði, hamborgarhrygg með grænmeti og ananas úr dós, steiktur kjúklingur með strá kartöflum, snittur, hamborgara, kransakökuhorn, rice krispies kransaköku svo fátt eitt sé nefnt.

Sannkölluð sælkeraveisla.

Anna Konditorí var stofnað árið 2012 en það er í eigu Önnu Björnsdóttur. Anna er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku, en hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm.

Anna Konditorí sameinaðist veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar árið 2012, en Lárus er matreiðslumeistari að mennt og hefur rekið veitingaþjónustuna í rúmlega 30 ár við góðan orðstír.

Það var Lárus Loftsson sem sá um kjötmetið og Anna um kökurnar.

Vídeó

Myndir og vídeó: facebook / Önnu Konditorí / Veitingaþjónusta

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið