Vertu memm

Food & fun

Food and Fun 2010 frá sjónarhorni áhorfanda

Birting:

þann

Allan Paulsen

Allan Paulsen „The Food and Fun Chef 2010“.
Mynd: Hinrik Caarl

Mér var falið það verk að ljósmynda og fjalla um þá stóru hátíð Food and Fun sem haldin var í níunda skipti.

Það er undarlegt að vera áhorfandi í fyrsta skipti síðan ég útskrifaðist sem matreiðslumaður, vera ekki staddur á “skíta floti“ kl 20 á laugardagskvöldi og vita ekki í hvorn fótinn maður á að stíga, en það er líka gaman að nálgast þessa keppni bara sem áhorfandi og fá að þvælast á milli allra þessara 13 veitingastaða sem tóku þátt í keppninni þetta árið sem nokkur fækkun frá árinu á undan.

Markmiðið var stórt
Ná að mynda 12 veitingastaði á aðeins tveimur kvöldum og ekki var veðrið að hjálpa því meiri snjór hefur ekki sést á Reykjarvíkurgötum síðan Icesave deilan koma upp.

Rosalega var gaman að fara á milli allra staðanna og sjá þverskurð á stöðu íslenskrar matarmenningar og hún er nokkuð góð myndi ég telja miðað við að það búa rúmlega 300 þúsund hræður á þessu landi og við höfum allan þennan fjölda af veitingastöðum og metnaðarfullum matreiðslumönnum sem tilbúnir eru að standa vaktina kvöld eftir kvöld.

Á milli staða rölti ég og mikið sem ég lærði af þessum miklu meisturum en einn staður var það sem kom mér rosalega á óvart og það var La Primavera.
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að smakka á öllum réttum sem þeir voru að bjóða upp á og þvíumlík flugeldasýning fyrir bragðlaukana og gaman að sjá hvað þessi Ítali er mikill snillingur í að para saman mismundi áferð og bragð og það einungis með grænmeti en það er gaman að segja frá því að hann er ekki grænmetisæta.

Bragðlega séð og hvernig maturinn var borinn fram fannst mér Vox með Allan Poulsen vera alveg á sér stalli og kom mér lítið á óvart að hann hafi borið sigur úr bítum í keppninni, Glen Ballis vann besta kjötréttinn, David Britton vann besta fiskréttinn og besti desertinn átti Finninn Tuomas Virerla

Þrettándi staðurinn var tekin á sunnudagskvöldinu því meistari Jóhannes Proppé hafði boðið mér og frúnni að koma og gæða okkur á matseðli hússins.
Komum við um sjö leytið í þetta fallega hús sem er mitt í hjarta Reykjavíkurborgar.
Mikill sjarmi fylgir því að vera með veitingastað í gömlu húsi með mikla sál.
Meistari Stefán ( yfirþjónn ) vísaði okkur til borðs og hófst því næst veislan.

Svona leit matseðillinn út:

Rauðrófusalat með klettasalati, heslihnetum, gráðosti, strengjabaunum, laukhringjum og piparrótar dressingu.

Leturhumar með cannelloni, papriku humarfroðu og steiktum blaðlauk.

Heilsteikt nauta Prime Rib með kartöflumauki og kremuðu spínati.

Stökk Bananarúlla með grænte ís og sykruðum Valhnetum.

Salatið var hrein snilld, ekkert verið að flækja hlutina of mikið bara leyfa brögðunum að njóta sína og góð byrjun á flottum matseðli.
Svo kom humarinn og sjaldan klikkar hann, cannellonið var yndislegt og var þessi réttur mjög bragðgóður í alla staði.

Því næst var það nautið sem hafði verið hægeldað í 8 tíma og ekki þurfti að eyða mikilli orku í að tyggja í gegnum það, kartöflumaukið flauelis mjúkt og spínatið vel kryddað
Síðast en ekki síst var það banani og grænt te, hef að vísu aldrei verið mikill aðdáandi banana í deserta en það er bara mín persónulega skoðun en grænte ísinn var einkar góður.

Í heild sinni var þessi máltíð óaðfinnanleg og kann ég þeim hjá Einari Ben bestu þakkir fyrir hreint frábæra þjónustu og ljúffengan mat.

Í stuttu máli
En svona til að taka þessa hátíð saman í stuttu máli finnst mér þetta hreint út sagt frábært framtak hjá Sigga Hall og Baldvini sem ásamt öllu þeirra starfsfólki hafa gert þessa hátíð að helgi sem allir mataráhugamenn bíða eftir á hverju ári.

En eitt var það sem mér fannst vera miður miðað við fyrri ár og það er hvað varðar keppnina sjálfa, að halda hana upp í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi í stað þess að vera með hana í Listasafni Reykavíkur eins og undanfarin ár eða í Smáralindinni eins og þetta var fyrst, því þetta er viðburður sem fólk vill koma og sjá og á þess vegna að vera á góðum stað þar sem almenningur getur sótt hann og skoðað á sem bestan hátt en ekki inni í frekar þröngum skólastofum menntaskólans.

Ég vil þakka öllum stöðunum sem tóku á móti mér, ég get ekkert nema gott sagt um móttökunar sem ég fékk á öllum þessum stöðum þó svo mikið væri að gera þá höfðu allir tíma til að henda á disk fyrir mig sem ég kann mikið að meta.

Hinrik er matreiðslumeistari að mennt. Útskrifaðist með sveinspróf árið 2006 og sem matreiðslumeistari árið 2012. Var í U-23 ára kokklandsliðinu. Hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur, m.a. sem yfirmatreiðslumeistari á Radisson Blu Caledonian og Hótel Varmahlíð. Eyddi þremur vikum á The Fat Duck sumarið 2012. Hefur staðið fyrir grillnámskeiðum ofl. Greinahöfundur hjá Gestgjafanum síðan 2012. Hægt er að hafa samband við Hinrik á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið