Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
Fjórða matarmót Matarauðs Austurlands var haldið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 9. nóvember. Undirbúningur var búinn að standa yfir í marga mánuði og má segja að uppskeruhátíðin, sem fram fór hafi tekist einstaklega vel.
Matarmótið hófst á morgunfundi þar sem markmiðið var að auka samtal og samvinnu, læra hvert af öðru, stækka tengslanet, skoða hvernig hægt er að nýta hráefni og vörur úr heimabyggð.
Þráinn Freyr á Súmac og Óx á mælendaskrá með áhugaverðan fyrirlestur
Fyrstur á mælendaskrá var Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Súmac og Óx. Hann fjallaði um sinn feril, hvað það er sem drífur hann áfram og hvernig hann leggur megin áherslu á lókal hráefni, að styðja við smáframleiðendur og leita eftir nýju bragði og nýjum réttum.
Þráinn leggur megináherslu á að nota staðbundið hráefni og nýta það sem jörðin gefur. Þráinn er einn af okkar fremstu og athyglisverðustu matreiðslumönnum og hefur verið óþreytandi við að kynna okkur fyrir fjarlægum slóðum og nýjungum í mat.
Önnur á mælendaskrá var Heidi Holm frá Visit Færeyjar en hún stýrir nýju verkefni; Bændur og ferðaþjónusta sem Visit Færeyjar og Færeyski landbúnaðarsjóðurinn standa að. Heidi fjallaði um verðmætasköpun í landbúnaði í Færeyjum, þar sem áhersla er á tengsl matar og ferðaþjónustu og hvernig hægt er að (endur) tengja heimamenn og gesti við staðbundna framleiðslu.
Þá sagði hún frá verkefni sem kallast „Heimablíðni“ sem gengur út á það að bændur bjóða fólki heim – til að borða með þeim.
Keppnin um titilinn Besti kokkur norðurskautsins
Þá tók við keflinu Jákup Sörensen, nefndarmaður í vestnorræna verkefninu Nora en það er sjóður sem styrkir verkefni þar sem markmiðið að gera Norðuratlantssvæðið (Ísland, Grænland, Færeyjar og Vestur-Noreg) að öflugu norrænu svæði, sem einkennist af sterkri sjálfbærri efnahagsþróun. Þar kemur maturinn sterkur inn og Jakup sagði frá tækifærum sem felast í þessari samvinnu og möguleikum á að sækja um styrki.
Að lokum sögðu Jákup og færeyski kokkurinn Gutti Winther frá keppninni „Young arctic chef“, sem haldin er ár hvert.
Sjá einnig: Runar er Besti kokkur norðurskautsins
Að erindum loknum var boðið upp á samtal og nýttu gestir tímann vel til að ræða málin.
Matarmótið sjálft hófst klukkan 14:00, þar sem Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, nýr formaður Matvælasjóðs setti mótið og það var strax ljóst að mikill áhugi var á því að kynnast framleiðendum á Austurlandi. Sláturhúsið fylltist og má segja að fyrsta klukkutímann hafi verið ansi þröngt um fólk – en þröngt mega sáttir sitja, segir einhvers staðar og flestir gestanna létu það ekki á sig fá og nutu þess að smakka góðan mat, hitta vini og kunningja og versla frábærar vörur.
Þeir framleiðendur sem voru á svæðinu voru himinlifandi með mótttökurnar og telja að matarmótið sé orðinn mjög mikilvægur vettvangur fyrir þau til að kynna vörur sínar og koma þeim á framfæri.
Fagmenn á matarmótinu
Á mótinu voru þjálfari íslenska kokkalandsliðsins Snædís Xyza Jónsdóttir, Bjarki Snær Þorsteinsson, meðlimur í íslenska kokkalandsliðnu og Ægir Friðriksson, kennari í Hótel- og matvælaskólanum mætt til að bjóða fólki að smakka mat, sem þau höfðu eldað úr lítið nýttum og/eða vannýttum lambaafurðum. Þar mátti smakka djúpsteikta punga, lambahjörtu á spjóti og ýmislegt fleira.
Afurðirnar sem þau elduðu úr voru gefnar af Sláturhúsinu á Refsstað og búunum á Síreksstöðum og Refsstað. Auk þess var þessi hluti matarmótsins í samstarfi við nýja Nýtingarmiðstöð á Vopnafirði.
Danski kokkurinn Michale Miv Pederson og aðstoðarkokkur hans, Sigrún Sól Agnarsdóttir, buðu upp á fjölbreytt laxasmakk, í samstarfi við Kaldvík og Búlandstind. Þar mátti m.a. smakka hráan lax með dönsku kartöflusalati.
Þá voru einnig góðir gestir í heimsókn frá Færeyjum, en þau buðu upp á tvær tegundir af ostum, frækex, rabbarbarasultu, rabbarbaravín og sterkari vín (gin, vodka og ákavíti).
Um 900 gestir heimsóttu matarmótið
Talið er að um 900 manns hafi sótt viðburðinn, en það voru um 30 framleiðendur vara frá Austurlandi sem kynntu sig. Fjöldi sýnenda fer vaxandi með hverju árinu og ljóst að viðburðurinn hefur fest sig í sessi og er kominn til að vera.
Mótið hefur frá upphafi verið styrkt af Sóknaráætlun Austurlands, auk þess sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur styrkt verkefnið veglega sl. þrjú ár.
Austurbrú þakkar öllum sem mættu og hlakkar til að halda áfram að hlúa að austfirskum framleiðendumá sem fjölbreyttastan máta.
Hlaðvarpsþættir
Hér að neðan eru tveir hlaðvarpsþættir um matarmótið
Myndir: aðsendar / Austurbrú
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð villibráðarveisla á Nielsen – Sólveig: veislan gekk mjög vel og bara almenn ánægja með villibráðina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sænsku síldarkokkarnir fóru á kostum á Siglufirði – Anita: Þeir Ted og Joakim töfruðu fram síldarrétti sem eru okkur Íslendingum flestum framandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Jólaopnun í Expert – Taktu borðbúnaðinn á næsta stig fyrir jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hágæða upprunavottuð krydd
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Frábær hugmynd að jólagjöf