Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Arnar Páll hefur í nógu að snúast að kynna íslenskan mat – Nú er það Seattle

Birting:

þann

Arnar Páll Sigrúnarson

Arnar Páll er yfirkokkur á Bláa Lóninu

Í byrjun september fór hátíðin Taste of Iceland fram í Chicago, en þar eldaði Arnar Páll Sigrúnarson fjögurra rétta matseðil á veitingastaðnum Bistronomic. Að auki kynnti Arnar Páll íslenska mat í Denver sl. vor, en þessi hátíð er haldin á vegum Inspired by Iceland.

Nú fer hátíðin Taste of Iceland fram í Seattle 5. – 7. október en þar mun Arnar Páll kynna íslenskan mat og eldar fjögurra rétta matseðil á veitingastaðnum The Carlile Room.  Yfirkokkur staðarins er Michael Webster.

Á þriggja daga hátíðinni geta Seattle-búar upplifað og fagnað íslenskri menningu í gegnum mat, drykki, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir og margt fleira.

Matseðillinn er í svipuðu formi og var í Chicago og kostar 75 dollara.

Matseðillinn í Seattle er eftirfarandi:

1. réttur

Smoked Arctic char with Icelandic wasabi, geothermal rye bread, cucumber, skyr

2. réttur

Icelandic Cod with smoked mashed potatoes, apples, almonds, mussel sauce

3. réttur

Icelandic Lamb with white cabbage, carrots, mustard, lamb jus

4. réttur

Icelandic Provisions skyr with blueberries, white chocolate, cacao, thyme

Mynd: Bláa Lónið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið