Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sigurður Rafn sló í gegn á félagsfundi Klúbbs Matreiðslumeistara – Myndir

Birting:

þann

Félagsfundur KM - 4. apríl 2017

Sigurður Rafn Hilmarsson (f.v.) matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Fontana

Félagsfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin í Fontana á Laugarvatni 4. apríl s.l.  Sigurður Rafn Hilmarsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Fontana sýndi félagsmönnum allan sannleikann um hollustu heita vatnsins á líkama og sál.  Þar eftir var slakað á í góðan tíma og að því loknu var komið að veislumatnum sem sló heldur betur í gegn og voru félagsmenn ánægðir með matinn.

Með fylgja myndir frá fundinum, en myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.

Félagsfundur KM - 4. apríl 2017

Jón K B Sigfússon (svarta kokkagallanum) matreiðslusnillingur í Friðheimum, en hann er nýjasti meðlimur í KM. Á móti honum er Sigurvinn Gunnarsson einn af fyrstu meðlimum í KM.

Félagsfundur KM - 4. apríl 2017

Aðalsteinn yfirmatreiðslumeistari hjá Advania, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hjá Sauðfjárbændum og Alfreð Maríusson matreiðslumeistari í Vatnsendaskóla og það rétt glittir í Andreas Jacobsen Matreiðslumeistara og gæðastjóra hjá Sóma.

Félagsfundur KM - 4. apríl 2017

Jóhann Sveinsson yfirmatreiðslumeistari á Grund (nýjasti Cordon Bleu meðlimur í KM) á móti honum er Árni Þór Arnþórsson yfirmatreiðslumaður hjá MS.

Félagsfundur KM - 4. apríl 2017

Feðgarnir í Lauga-ás Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistarar og snillingar með meiru ásamt Bjarna Þór Ólafssyni matreiðslumeistara. Nær í myndinni er Guðmundur Helgi Helgason matreiðslumeistari frá Núpi í Dýrafirði.

Myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið