Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaður viðburður á Þremur frökkum – Stefán: „Hrognkelsa veislan gekk mjög vel“ – Myndir

Birting:

þann

Hrognkelsa veisla á Þremur frökkum

Stefán Úlfarsson

Hrognkelsa Félag Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði á Þremur Frökkum nú í vikunni, en þar fór fram aðalfundur hjá félaginu.

Rúmlega 30 manns mættu í hrognkelsa veisluna, þar sem Stefán Úlfarsson matreiðslumeistari eldaði fyrir gesti fjölbreytta rétti úr hrognkelsi og fleira góðgæti.

Hrognkelsa veisla á Þremur frökkum

Lög Hrognkelsafélagsins innsigluð og verða hengd upp á vegg á Þremur Frökkum

Dagskrá aðalfundar var:

Merki félagsins hyllt.
Aðalfundarstörf og matur borinn fram.
Minning Úlfars Eysteinssonar heiðruð.
Heiðursgestur ávarpar samkomuna.
Sögumaður kvöldsins segir frá grásleppukörlunum.
Grásleppan var hyllt og skálað fyrir grásleppukörlunum, kokkinum og fyrir góðum mat.

„Hrognkelsa veislan gekk mjög vel.“

Veisluþjónusta - Banner

Sagði Stefán Úlfarsson í samtali við veitingageieirinn.is aðspurður um veisluna, en á hlaðborðinu var eftirfarandi í boði:

Sigin grásleppa
Ferskur soðin rauðmagi með lifur, hvelju og svilum
Soðinn Bútung (siginn þorskur)
Fersk grásleppa, pönnusteikt með grænmeti engifer, soyasósu og hunangi
Gratíneraður plokkfiskur með Bernaise
Úrval af síldarréttum með rúgbrauði
Reyktur rauðmagi
Reykt þorskhrogn
Saltað selspik

Hrognkelsa veisla á Þremur frökkum

Myndir aðsendar: Stefán Úlfarsson

Heimasíða: www.3frakkar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið