Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veislan – Vestfirðir – Grilluðu á gamla grillinu frá Argentínu steikhúsi

Birting:

þann

Veislan - 2. þáttur

Í þættinum grillaði Gunni Kalli á gamla grillinu frá Argentínu steikhúsi

Í þessum þætti sjáum við þá félaga, Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson, fljúga vestur á Ísafjörð og leggja hluta af Vestfjörðum undir fót. Þeir heimsækja fiskbúðina við höfnina og heilsa upp á herramennina sem þar standa vaktina og kaupa ostrur til að njóta með bjórnum hans Hákonar á Dokkan Brugghús.

Veislan - 2. þáttur

Simbi kafari og Gunni Kalli fylgist vel með

Veislan - 2. þáttur

Á leiðinni inn í Önundarfjörð hitta þeir á Simba kafara sem kemur upp úr kafinu með fallega og ferska hörpuskel.

Veislan - 2. þáttur

Steinþór á Vagninum

Tekið er hús á Steinþóri og Ásgeiri sem eru nýju farfuglarnir á Flateyri og reka nú hinn sögufræga bar og veitingastað, Vagninn ásamt ungu spænsku pari sem stendur vaktina í eldhúsinu.

Veislan - 2. þáttur

Sassa og Gunni Kalli við gerð Paella

Þeim er boðið í dýrindis Paella veislu hjá Sössu sem hefur komið sér vel fyrir á Flateyri.

Veislan - 2. þáttur

Í stuttu ferðalagi til Þingeyrar er kíkt við á Simbahöllina og spjallað við Vater eiganda og Kristjönu heimakonu um lífsins gang og nauðsynjar yfir kaffibolla og belgískum vöfflum.

Gunni Kalli og Dóri skelltu sér á sjóinn með Sigga Hafberg og Magga til að ná í þorsk á grillið

Við undirbúning fyrir veisluna skella þeir sér á sjóinn með Sigga Hafberg og Magga til að ná í þorsk á grillið.

Veislan - 2. þáttur

Það er stór dagskrá framundan í Tankinum hvar fólki í þorpinu er boðið í veglega grillveislu og tónlistarflutningi frá Birki. Einstaklega skemmtileg og lifandi veisla fram eftir kvöldi og inn í nóttina.

Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á með því að smella hér.

Veislan - 2. þáttur

Gunni Kalli ávallt hress

Um þættina:

Leikstjóri: Hannes Þór Arason.
Hugmynd: Kristinn Vilbergsson og Lilja Jóns.
Leikarar: Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) leiðsögumenn og þáttastjórnendur.
Framleiðslufyrirtæki: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Meðframleiðslufyrirtæki : Zik Zak kvikmyndir.

Veislan eru lífsstíls- og matarþættir sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.

Leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur. Þeir félagar bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.

Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á sviði auðlindanýtingar okkar.

Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefnum til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna. Oftar en ekki fáum við einnig að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í veislu.

Myndir: Lilja Jóns

Instagram Veislunnar: @veislan_ferdalag

Sjá þáttinn hér.

Fleiri fréttir um þættina hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðburðir

desember, 2022

Auglýsingapláss

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið