Keppni
Þessir tíu komust áfram í Matreiðslumaður ársins 2015
Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir keppninni um Matreiðslumann ársins um þessar mundir og var keppnin með nýju sniði í ár. Nú höfðu allir faglærðir matreiðslumenn möguleika á að senda uppskrift í keppnina ásamt mynd af réttinum. Innsendar uppskriftir voru nafnlausar og var hverjum matreiðslumanni einungis heimilt að senda inn eina uppskrift.
Dómnefndin var skipuð þeim Bjarna Gunnari Kristinssyni, Þránni Frey Vigfússyni, Bjarka Hilmarssyni, Jóhannesi Jóhannessyni og Birni Braga Bragasyni. Völdu þeir tíu uppskriftir sem þóttu lofa góðu en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.
Tæplega tuttugu uppskriftir, hver annarri betri, bárust dómnefnd, sem átti ærin starfa við að velja úr tíu til áframhaldandi keppni.
Þeir tíu sem komust áfram eru (raðað eftir stafrófsröð):
- Ari Freyr Valdimarsson – Sjávargrillið
- Atli Erlendsson – Grillið Hótel Saga
- Axel Clausen – Fiskmarkaðurinn
- Garðar Kári Garðarsson – Strikið
- Gísli Matthías Auðunsson – Slippurinn / Matur og drykkur
- Hrafnkell Sigríðarson – ION Hótel
- Jónas Oddur Björnsson – 101 Hótel
- Karl Jóhann Unnarsson – Hótel Rangá
- Kristófer H. Lord – Lava Bláa Lónið
- Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone
Undanúrslitakeppni fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni Hörpunni þann 23. febrúar milli 10:00 og 15:00, úrslit verða tilkynnt kl 16:00 og eru allir velkomnir að fylgjast með keppninni og að hvetja sitt fólk.
Af þeim tíu sem elda réttinn verða fjórir valdir sem þykja standa sig best til að taka þátt í lokakeppni sem haldinn verður í Hörpunni sunnudaginn 1. mars
Nánari upplýsingar veita:
Björn Bragi Bragason gsm 692-9903
Árni Þór Arnórsson gsm 899-6565
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla