Vertu memm

Uppskriftir

Sörur með hnetusmjörsfyllingu

Birting:

þann

Sörur með hnetusmjörsfyllingu

Sörur með hnetusmjörsfyllingu

Hráefni:

3 stk eggjahvítur
3 dl flórsykur
4 dl rice krispís

Aðferð:

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið rice krispísinu svo saman við með sleikju í lokin. Setjið með tsk á smjörpappír (gott að smyrja hann aukalega með smjöri svo auðveldara sé að ná kökunum af) og bakið við 180 gráður í 8 mínútur.

Hráefni:

4 stk eggjarauður
200 g mjúkt smjör
1/2 dl sýróp
1 msk kakóduft
1 msk sterkt kaffi
120 g Creamy hnetusmjör

Aðferð:

Þeytið rauðurnar í hrærivél. Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í hægt og rólega. Þeytið þar til rauðurnar eru dáltið stífar.

Skerið smjörið í litla kubba og bætið rólega útí en þeytið áfram á fullu. Bætið svo kakóinu og kaffinu út í í lokin og þeytið alveg í 10 mínútur áfram þar til kremið er létt. Bætið hnetusmjörinu út í og þeytið áfram.

Smyrjið kreminu á kalda botnana, kælið Bertrurnar og dýfið svo toppnum upp úr bræddu rjómasúkkulaði

Hrefna Rósa Sætran - Matreiðslumeistari

Mynd og höfundur: Hrefna Sætran

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið