Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ómar og Pálmi með nýjan veitingastað og veisluþjónustu

Birting:

þann

Ómar Stefánsson og Pálmi Jónsson

Ómar Stefánsson og Pálmi Jónsson matreiðslumenn

Þann 18. apríl næstkomandi verður Safnahúsið við Hverfisgötu 15 enduropnað með sýningunni Sjónarhorn, nýju og spennandi kaffihúsi og safnbúð.

Það eru þeir Ómar Stefánsson og Pálmi Jónsson matreiðslumenn sem koma til með að sjá um allar veitingar í húsinu, kaffihús sem hefur fengið nafnið Kapers, veislusali, fundi og viðburði. Glæsilegt 80 fermetra eldhús á tveimur hæðum er á staðnum, en á neðri hæðinni fer fram öll undirbúningsvinna, þá bæði fyrir veislur og aðra viðburði í húsinu og veislur út í bæ. Á efri hæðinni verður keyrslu eldhúsið fyrir Kapers en boðið verður upp á rétti dagsins, súpur, ekta heimalagaðar kökur og síldarrétti í dönskum stíl sem þeir útbúa frá grunni, en Ómar og Pálmi hafa starfað lengi í Danmörku og þekkja mjög vel inn á danska matarmenningu.

Safnhúsið við Hverfisgötu

Safnahúsið við Hverfisgötu er hús sem stendur við Hverfisgötu 15. Það var byggt var á árunum 1906-1908 til að hýsa Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands sem voru þar til langs tíma ásamt Náttúrugripasafni Íslands og Forngripasafninu. Húsið sem teiknað var af danska arkitektnum Johannes Magdahl Nielsen átti upprunalega að vera úr grágrýti eins og Alþingishúsið og átti þak hússins að vera úr kopar. Það þótti hins vegar of kostnaðarsamt þannig að húsið var byggt úr steinsteypu og járnþak kom í stað koparþaks.
Heimild: wikipedia

Ómar Stefánsson sá um rekstur á Hannesarholti fram að áramótum s.l. ásamt Jónasi Oddi Björnssyni og fór síðan strax í að undirbúa veitingareksturinn í Safnahúsinu.

Pálmi Jónsson starfaði sem matreiðslumaður á Vox, setti af stað fyrirtækið MatarGaldur sem sérhæfði sig í að búa til sósur og soð sem síðan Kjarnavörur keyptu og hefur Pálmi starfað hjá þeim sem framleiðslustjóri fram að þessu.

Kapers sem verður opið alla daga, kemur til með að bjóða upp á;

heiðarlegan mat og kósýheit, en staðurinn tekur 50 til 60 manns í sæti

, sagði Ómar hress í samtali við veitingageirinn.is.

Í Safnahúsinu, sem nýverið endurheimti upprunalegt heiti sitt, hafa verið gerðar miklar framkvæmdir frá áramótum og hefur t.a.m. veitingaaðstaðan verið öll tekin í gegn. Veislusalurinn tekur 150 manns í sæti og hátt í 250 manns í standandi partý.

 

Mynd af Safnahúsinu: Guðmundur D. Haraldsson

Aðrar myndir: aðsendar

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið