Frétt
Mjólkursamsalan biðst velvirðingar á óstöðugleika á rjómaostinum
Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á framleiðslulínunni á rjómaostinum hjá Mjólkursamsölunni og er markmiðið að koma með mýkri og betri rjómaost.
Sjá einnig:
Osturinn átti ekki að tapa neinum af eiginleikum þess gamla heldur að bæta við, segir í tilkynningu frá MS. Ný vél var keypt í framleiðsluna enda var sú sem fyrir var komin vel á aldur og úrelt á marga vegu. Nýja framleiðsluaðferðin tryggir mun betri nýtingu á mjólkinni og framleiðsla á rjómaosti er því mun umhverfisvænni en áður.
Í vöruþróunarferlinu var mikil áhersla lögð á að prófa rjómaostinn í matargerð og bakstur og tókust þær tilraunir vel. Nú þegar framleiðsla er hafin með nýju vélinni þá hafa komið upp vandamál og hefur osturinn stundum verið of linur eða kornóttur. Í sumum tilvikum breytist áferðin á rjómaostinum þegar hann er hitaður.
Unnið er hörðum höndum að ná stöðugleika í framleiðsluna og MS þykir mjög leitt að sumir viðskiptavinir hafi fengið ost sem stóðst ekki væntingar. Margar gagnlegar ábendingar hafa borist frá neytendum og er reynt að koma til móts við sem flesta og vonandi verða allir sáttir að lokum.
Biðst MS velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar hafa haft í för með sér og vonast er að þessir byrjunarörðugleikar heyri brátt sögunni til.
Mynd: ms.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






