Vertu memm

Uppskriftir

Léttsteikt villigæsabringa með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu

Birting:

þann

Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari

Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari

Snæbjörn gefur hér uppskrift fyrir fjóra að léttsteiktri gæsabringu með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu.

Léttsteikt villigæsabringa

Hráefni:
4 úrbeinaðar villigæsabringur
4 bökunarkartöflur
1/2 sellerírót
1 gult súkkini
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
2 chalottelaukar
2 msk. berjablanda-brómber-bláber-rifsber
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 msk. timian
salt og pipar
1/2 bolli sykur

Aðerð:
Brúnið illigæsabringurnar í lífuolíunni á vel heitri pönnu og kryddið með salti, pipar og timian.

Skerið bökunarkartöflurnar út í 12 bananalagaboga, brúnið sykurinn í potti og setjið vatn út á og sjóðið kartöflurnar í ca 10 mínútur.

Skerið sellerírótina í þunnarræmur. Skerið paprikuna og chalottelaukinn í smáabita og steikið í smjörinu.

Skerið súkkinið í ræmur og brúnið rendur á rifflaðri pönnu, rúllið þeim upp og fyllið með paprikublöndunni og lauknum.

Steikið gæsabringurnar í 180° C heitum ofni í 8- 10 mínútur.

Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið á disk ásamt grænmetinu, berjunum o gportvínssósunni.

Sósa

Hráefni:
1 L gæsasoð
5 chalotte laukar
1/2 L portvín
2 msk. maísenamjöl
3 msk. ólífuolía
3 msk. kaltsmjör
salt og pipar

Aðferð:
Skrælið chalotte laukinn, brytjið í litla bita og steikið í potti, þó ekki þannig að hann brúnist.

Hellið portvíninu út á og látið sjóða niður um 3/4.

Hellið því næst gæsasoðinu út á og látið sjóða góða stund.

Þykkið sósuna með maísena og bragðbætið með smjöri, salti og pipar.

Höfundur er Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið